VÍS búið að selja hlut sinn í Vefpressunni Magnús Halldórsson skrifar 10. janúar 2013 17:49 Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, er meðal stærstu eigenda Vefpressunnar og stjórnarformaður. Vátryggingafélag Íslands, VÍS, seldi hlut sinn í Vefpressunni um mitt síðasta ár. Þetta staðfesti Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, við fréttastofu í dag. Vátryggingafélag Íslands átti ríflega 18 prósent hlut í Vefpressunni, og sagði Sigrún Ragna að um óverulegar upphæðir hefði verið að ræða í viðskiptunum, og að hluthafar sem fyrir voru í hluthafahópi Vefpressunnar hefðu keypt hlutinn. Eins og greint var frá fyrr í dag var Vefpressan, sem m.a. rekur Pressuna.is og eyjuna.is, rekin með tæplega 30 milljóna króna tapi árið 2011, samkvæmt ársreikninga sem skilað var til Ársreikningaskrá 7. janúar sl. Hann er óendurskoðaður. Þetta er umtalsvert meira tap en árið 2010 en þá tapaði Vefpressan 7,2 milljónum. Eignir eru í reikningi metnar á um 140 milljónir króna, og eigið fé nemur 48,5 milljónum. Skuldir félagsins hækka mikið milli áranna 2010 og 2011, eða úr ríflega 20 milljónum í rúmlega 90 milljónir. Þar af eru skammtímaskuldir bróðurpartur skulda, eða ríflega 80 milljónir. Þar af er skammtímaskuld vegna yfirdráttarláns ríflega 35 milljónir. Á vefsíðu Fjölmiðlanefndar, þar sem er að finna upplýsingar um eigendur tilkynningarskyldra fjölmiðla, koma fram aðrar upplýsingar heldur en í ársreikningi fyrir 2011. Samkvæmt þeim lista eru eigendur félagsins að fullu, neðangreindir aðilar. Eins og áður segir er VÍS þó farið úr hluthafahópnum, og hefur hann því tekið nokkrum breytingum, frá því upplýsingarnar voru birtar á vef Fjölmiðlanefndar. Björn Ingi Hrafnsson, 18,58% Vátryggingarfélag Íslands hf., 18,39% Arnar Ægisson, 14,21% AB 10 ehf., 13,92% Salt Investments ehf., 12,97% AB 11 ehf., 14,44% Steingrímur Ólafsson, 1,3% Guðjón Elmar Guðjónsson, 0,8% Ólafur Már Svavarsson, 4,59% Verksmiðjan Norðurpóllinn, 0,8% Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Vátryggingafélag Íslands, VÍS, seldi hlut sinn í Vefpressunni um mitt síðasta ár. Þetta staðfesti Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, við fréttastofu í dag. Vátryggingafélag Íslands átti ríflega 18 prósent hlut í Vefpressunni, og sagði Sigrún Ragna að um óverulegar upphæðir hefði verið að ræða í viðskiptunum, og að hluthafar sem fyrir voru í hluthafahópi Vefpressunnar hefðu keypt hlutinn. Eins og greint var frá fyrr í dag var Vefpressan, sem m.a. rekur Pressuna.is og eyjuna.is, rekin með tæplega 30 milljóna króna tapi árið 2011, samkvæmt ársreikninga sem skilað var til Ársreikningaskrá 7. janúar sl. Hann er óendurskoðaður. Þetta er umtalsvert meira tap en árið 2010 en þá tapaði Vefpressan 7,2 milljónum. Eignir eru í reikningi metnar á um 140 milljónir króna, og eigið fé nemur 48,5 milljónum. Skuldir félagsins hækka mikið milli áranna 2010 og 2011, eða úr ríflega 20 milljónum í rúmlega 90 milljónir. Þar af eru skammtímaskuldir bróðurpartur skulda, eða ríflega 80 milljónir. Þar af er skammtímaskuld vegna yfirdráttarláns ríflega 35 milljónir. Á vefsíðu Fjölmiðlanefndar, þar sem er að finna upplýsingar um eigendur tilkynningarskyldra fjölmiðla, koma fram aðrar upplýsingar heldur en í ársreikningi fyrir 2011. Samkvæmt þeim lista eru eigendur félagsins að fullu, neðangreindir aðilar. Eins og áður segir er VÍS þó farið úr hluthafahópnum, og hefur hann því tekið nokkrum breytingum, frá því upplýsingarnar voru birtar á vef Fjölmiðlanefndar. Björn Ingi Hrafnsson, 18,58% Vátryggingarfélag Íslands hf., 18,39% Arnar Ægisson, 14,21% AB 10 ehf., 13,92% Salt Investments ehf., 12,97% AB 11 ehf., 14,44% Steingrímur Ólafsson, 1,3% Guðjón Elmar Guðjónsson, 0,8% Ólafur Már Svavarsson, 4,59% Verksmiðjan Norðurpóllinn, 0,8%
Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira