Handbolti

Andri mögulega á förum frá ÍBV

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
Andri Ólafsson hefur samkvæmt fréttavefnum Fótbolti.net fengið leyfi forráðamanna ÍBV til að ræða við önnur félög.

Andri er samningsbundinn ÍBV til 2015 en meiðsli gerðu honum erfitt fyrir á síðasta tímabili í Pepsi-deild karla. Hann er 27 ára gamall og hefur verið fyrirliði Eyjamanna.

ÍBV hefur misst nokkra leikmenn í haust auk þess sem að norska félagið Sarpsborg hefur gert tilboð í Þórarinn Inga Valdimarsson sem ÍBV er nú að skoða.

Aðrir sem hafa farið eru Guðmundur Þórarinsson, Tryggvi Guðmundsson, Abel Dhaira, Christian Steen Olsen og Rasmus Christiansen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×