HM 2013: Mikil endurnýjum hjá Rússum Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar 12. janúar 2013 11:15 Róbert Gunnarsson verður í lykilhluverki í sóknarleik íslenska landsliðsins í handbolta á heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni. Línumaðurinn, sem leikur með PSG í Frakklandi, er á meðal þeirra reyndustu í leikmannahóp Íslands og hann telur að mótherji Íslands í fyrsta leiknum verði hrikalega erfiður. „Það er mikil endurnýjun hjá Rússum hvað varðar leikskipulag og það kemur með nýjum þjálfara Oleg Kuleshov. Ég hef reyndar spilað með honum en hann var liðsfélagi okkar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Þýskalandi. Hann er að uppfæra leikstíl þeirra og Rússar eru „evrópskari" og nútímalegri en áður. Það er jákvætt fyrir Rússa að fá Kuleshov og ég held þeir séu mun erfiðari mótherjar í dag en áður. Það væri óskandi að við næðum svipuðum úrslitum og við náðum gegn þeim á EM í Austurríki. Mig minnir að í þeim leik hafi allt verið búið hjá þeim á því móti á meðan það var allt undir hjá okkur. Það er allt undir hjá báðum liðum í leiknum og þetta verður hörkuleikur. Hvernig metur þú stöðuna á íslenska liðinu? „Bara eins og fyrir öll mót, við erum með þessa ungu stráka sem eru að koma inn. Þeir eru virkilega góð viðbót og það er ekki eins mikið stökk í endurnýjun og oft áður. Það vantar marga menn sem hafa verið með okkur í gegnum síðustu keppnir, og auðvitað væri gott að hafa þá með. Við förum bara í þetta verkefni með þann mannskap sem við höfum og við höfum trú á okkar liði." Varnarleikurinn gæti verið stórt spurningamerki hjá ykkur; það eru stórir póstar farnir úr vörninni. „Við erum allavega fínir með fyrstu sjö leikmennina í vörninni en það munar að sjálfsögðu um það að Alexander Petersson hefur verið að skipta varnarhlutverkinu með Ásgeiri Erni Hallgrímssyni. Og Diddi (Ingimundur Ingimundarson), Viggi (Vignir Svavarsson) og Sverre (Jakobsson) hafa verið að skipta með sér „þristinum" . Það munar miklu um það upp á hvíldina og það verður forvitnilegt að sjá hvernig við rúllum þessu. Við erum með góða menn til að byrja þetta og vörnin er fín – en vonandi verður úthaldið í lagi," sagði Róbert Gunnarsson. Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Sjá meira
Róbert Gunnarsson verður í lykilhluverki í sóknarleik íslenska landsliðsins í handbolta á heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni. Línumaðurinn, sem leikur með PSG í Frakklandi, er á meðal þeirra reyndustu í leikmannahóp Íslands og hann telur að mótherji Íslands í fyrsta leiknum verði hrikalega erfiður. „Það er mikil endurnýjun hjá Rússum hvað varðar leikskipulag og það kemur með nýjum þjálfara Oleg Kuleshov. Ég hef reyndar spilað með honum en hann var liðsfélagi okkar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Þýskalandi. Hann er að uppfæra leikstíl þeirra og Rússar eru „evrópskari" og nútímalegri en áður. Það er jákvætt fyrir Rússa að fá Kuleshov og ég held þeir séu mun erfiðari mótherjar í dag en áður. Það væri óskandi að við næðum svipuðum úrslitum og við náðum gegn þeim á EM í Austurríki. Mig minnir að í þeim leik hafi allt verið búið hjá þeim á því móti á meðan það var allt undir hjá okkur. Það er allt undir hjá báðum liðum í leiknum og þetta verður hörkuleikur. Hvernig metur þú stöðuna á íslenska liðinu? „Bara eins og fyrir öll mót, við erum með þessa ungu stráka sem eru að koma inn. Þeir eru virkilega góð viðbót og það er ekki eins mikið stökk í endurnýjun og oft áður. Það vantar marga menn sem hafa verið með okkur í gegnum síðustu keppnir, og auðvitað væri gott að hafa þá með. Við förum bara í þetta verkefni með þann mannskap sem við höfum og við höfum trú á okkar liði." Varnarleikurinn gæti verið stórt spurningamerki hjá ykkur; það eru stórir póstar farnir úr vörninni. „Við erum allavega fínir með fyrstu sjö leikmennina í vörninni en það munar að sjálfsögðu um það að Alexander Petersson hefur verið að skipta varnarhlutverkinu með Ásgeiri Erni Hallgrímssyni. Og Diddi (Ingimundur Ingimundarson), Viggi (Vignir Svavarsson) og Sverre (Jakobsson) hafa verið að skipta með sér „þristinum" . Það munar miklu um það upp á hvíldina og það verður forvitnilegt að sjá hvernig við rúllum þessu. Við erum með góða menn til að byrja þetta og vörnin er fín – en vonandi verður úthaldið í lagi," sagði Róbert Gunnarsson.
Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Sjá meira