Stjarnan vann góðan útisigur á ÍBV í N1-deild kvenna í dag, 25-22. Eyjamenn eru sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar með sautján stig.
Stjarnan er nú komið með fjórtán stig, rétt eins og HK og FH.
Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með átta mörk en Rakel Dögg Bragadóttir skoraði fimm.
Hjá ÍBV skoraði Simona Vintale tíu mörk en staðan í hálfleik var 12-11, Eyjamönnum í vil.
FH-ingar unnu auðveldan sigur á botnliði Aftureldingar í dag, 30-22 og þá hafði Grótta betur gegn Fylki, 35-15.
Grótta er í sjöunda sæti deildarinnar með níu stig en Fylkir og Afturelding eru í neðstu tveimur sætunum með tvö stig hvort.
Stjarnan hafði betur í Eyjum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



