Handbolti

Aron: Þurfum meiri fjölbreytni

Mynd/Vilhelm
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að það hafi ýmislegt komið til þegar að Ísland tapaði fyrir Rússlandi á HM á Spáni í dag.

„Við komum mjög illa inn í leikinn. Við nýttum ekki fín færi og fengum auðveld mörk á okkur. Svo náðum við upp góðri baráttu og komumst í forystu," sagði Aron við Arnar Björnsson á Stöð 2 Sport eftir leikinn í dag.

„Þeir náðu okkur svo þegar það fór að draga af mönnum í seinni hálfleik. Markvarslan datt þá niður sömuleiðis."

„Það mæðir líka mikið á vinstri vængnum í leiknum og við þurfum að fá meira úr hægri vængnum," bætti hann við.

Hann segir að það hafi verið rétt ákvörðun að setja Aron Rafn markvörð í byrjunarliðið. „Aron byrjaði illa en Björgvin átti líka slæma innkomu í leiknum gegn Svíum. En Björgvin kom sterkur inn í leikinn og það var gott að sjá. Hann datt samt niður síðasta korterið."

„Baráttan var mestallan tíman mjög góð og vörnin náði sér ágætlega á strik á köflum. Við fengum okkar færi í sókninni en þurfum meiri fjölbreytni. Við klikkuðum á einföldum atriðum en svona er þetta bara."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×