Handbolti

HM 2013: Argentína vann Svartfjallaland | Úrslit dagsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Argentínumenn fagna sigrinum í dag.
Argentínumenn fagna sigrinum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Argentína vann heldur óvæntan sigur á Svartfjallalandi í A-riðli heimsmeistarakeppninnar í handbolta sem nú fer fram á Spáni.

Diego Simonet, stjarna argentínska liðsins, skoraði tvö mörk á lokamínútu leiksins og tryggði tveggja marka sigur, 28-26. Hann skoraði alls sjö mörk í leiknum.

Zoran Ragonovic var markahæstur í liði Svartfellinga sem var yfir, 25-24, þegar skammt var til leiksloka. En Argentína skoraði fjögur af fimm síðustu mörkum leiksins.

Argentína er því í efsta sæti A-riðils ásamt Þjóðverjum sem unnu öruggan sigur á Brasilíu, 33-23. Þar var Steffen Weinhold markahæstur með sjö mörk.

Í C-riðli eru Serbía og Slóvenía komin á blað eftir örugga sigra á Suður-Kóreu og Sádí-Arabíu.

Þá voru tveir ójafnir leikir í D-riðli. Króatía vann Ástralíu, 36-13, og Ungverjar unnu níu marka sigur á Egyptum.

Þrír leikir fara fram á HM í kvöld.

Úrslit og stöðu í öllum riðlum má finna hér.


Tengdar fréttir

HM 2013: Naumur sigur hjá Makedóníu gegn Síle

Makedónía og Síle opnuðu riðlakeppnina á heimsmeistaramótinu í handknattleik í dag þar sem að Makedónía hafði betur 30-28 í hörkuleik. Íslendingar mæta Síle á morgun, sunnudag, en Rússar eru mótherjar Íslands í fyrsta leiknum sem hefst kl. 17 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×