Handbolti

HM 2013: Ásgeir Örn ósáttur við sinn leik

Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson var ósáttur við sinn leik gegn Rússum.
Ásgeir Örn Hallgrímsson var ósáttur við sinn leik gegn Rússum. Mynd/Vilhelm
„Það eru gríðarleg vonbrigði að hafa tapað þessum leik – við náðum fínum kafla eftir skelfilega byrjun. En síðan hrundi leikur okkar síðustu fimmtán mínúturnar," sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson landsliðsmaður eftir 30-25 tap Íslands gegn Rússum í fyrsta leiknum á HM á Spáni. Ásgeir Örn skoraði aðeins eitt mark í leiknum og hann var langt frá því að vera ánægður með sinn leik.

„Við gerðum klaufaleg mistök – og réttum þeim sigurinn. Ég var langt frá mínu besta og það er ekki ásættanlegt að fá eitt mark úr hægri skyttustöðunni í svona leik. Ég fann mig ekki og gerði mistök sem ég á ekki að gera. Byrjendamistök að mínu mati og ég þarf að fara yfir minn leik með þjálfaranum og liðinu," sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×