Handbolti

HM 2013 | Óvíst hvort Róbert verði með gegn Síle

Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar
Róbert Gunnarsson meiddist í baki í gær gegn Rússum.
Róbert Gunnarsson meiddist í baki í gær gegn Rússum. Mynd / Vilhelm
Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, meiddist á baki í leiknum gegn Rússum í gær í Sevilla. Óvíst er með þátttöku Róberts í leiknum gegn Síle í dag, sem hefst kl. 14.45. Aron Kristjánsson þjálfari íslenska landsliðsins sagði í gær að sjúkrateymi íslenska landsliðsins myndi taka ákvörðun um framhaldið og það kæmi í ljós rétt fyrir leik í dag hvort Róbert yrði með.

„Kári Kristján Kristjánsson fær þá tækifæri í sóknarleiknum og hann þarf að stíga upp og taka þetta hlutverk að sér. Það er stutt á milli leikja og það gefst ekki mikill tími til jafna sig – en ég vona að sjálfsögðu að Róbert nái fyrri styrk sem allra fyrst," sagði Aron.

Róbert fékk mikið högg um miðjan fyrri hálfleik þegar hann lenti illa í vítateignum eftir að varnarmenn Rússlands ýttu við honum. Róbert fór af leikvelli og stóð að mestu það sem eftir var leiksins fyrir aftan varamannabekk Íslands.

Vignir Svavarsson snéri sig á ökkla undir lok leiksins gegn Rússum í gær. Vignir fór útaf í kjölfarið og haltraði aðeins í leikslok - en það er búist við að hann verði klár í slaginn gegn Síle í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×