Viðskipti innlent

Íslendingar fóru 358 þúsund sinnum til útlanda í fyrra

Samtals fóru Íslendingar rúmlega 358 þúsund sinnum frá landinu í fyrra. Það er aukning um fimm prósent frá árinu á undan samkvæmt tölum frá Túristi.is.

Í tölunum kemur meðal annars fram að árið 2012 var meðalár þegar litið er til utanferða Íslendinga undanfarinn áratug en miklar sveiflur hafa verið á þessu tímabili.

Þannig voru ferðirnar fæstar árið 2009 eða 254 þúsund talsins en voru nærri tvö hundruð þúsund fleiri árið 2007. Það var metár í ferðum til annarra landa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×