Umfjöllun, viðtöl og myndir: Síle - Ísland 22-38 Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar 13. janúar 2013 13:25 Guðjón Valur Sigurðsson skorar hér gegn Síle í Sevilla. Mynd/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta landaði öruggum 38-22 sigri gegn liði Síle í B-riðli heimsmeistaramótsins sem fram fer á Spáni. Það tók íslenska liðið um 20 mínútur að hrista Síle af sér og Aron Kristjánsson þjálfari liðsins nýtti tækifærið og lét yngri leikmenn liðsins draga vagninn í síðari hálfleik. Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í liði Íslands með alls 7 mörk en hann var í byrjunarliðinu í stað Þóris Ólafssonar. Eftir tapleikinn gegn Rússum í fyrsta leik mótsins lýsti Aron Kristjánsson eftir meira púðri frá hægri væng liðsins í sóknarleiknum. Arnór Þór og Ásgeir Örn Hallgrímsson tóku hann á orðinu og létu vita af sér frá fyrstu mínútu. Arnór skoraði tvö mörk snemma og kom sér inn í leikinn. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sitt fyrsta mark eftir fimm mínútur, og ætlaði sér meira en gegn Rússum. Ásgeir Örn var valinn maður leiksins af dómnefnd í leikslok en hann skoraði alls 4 mörk úr 5 skottilraunum. Björgvin Páll Gústavsson byrjaði í markinu og ætlaði sér stóra hluti eftir að hafa verið settur á bekkinn fyrir leikinn gegn Rússum. Björgvin byrjaði ágætlega, varði vítaskot, en Björgvin varði alls 6 skot á þeim 24 mínútum sem hann lék. Rene Oliva, markvörður Síle, náði að stöðva nokkur skot frá íslenska liðinu – hélt þeim á floti fyrstu 20 mínúturnar þegar staðan var 10-9 fyrir Ísland. Smátt og smátt náði íslenska liðið tökum á leiknum þrátt fyrir að lykilmaður á borð við Aron Pálmarssin hafi skorað sitt fyrsta mark eftir 19 mínútur. Alls skoraði Aron 2 mörk en hann tók aðeins 4 skot. Stefán Rafn Sigurmannsson skipti við Guðjón Val Sigurðsson í vinstra horninu eftir aðeins 15 mínútna leik. Stefán Rafn, sem lék með Haukum fyrr í vetur og er nú leikmaður Rhein Neckar Löwen í Þýskalandi, nýtti tækifærið vel og skoraði hann alls 5 mörk úr alls 7 skotum. Aron Kristjánsson henti yngri leikmönnum liðsins út í „djúpu laugina" og lét þá takast á við verkefni dagsins. Flestir þeirra stóðu undir því kalli og eldri og reyndari leikmenn liðsins fengu kærkomna hvíld. Öllum mörkum var fagnað innilega og mest var fagnað þegar Fannar Friðgeirsson skoraði sitt fyrsta mark á stórmóti á 46. mínútu og kom íslenska liðinu í 27-14. Ekki má gleyma því að varnarleikur Íslands var mjög öflugur í upphafi síðari hálfleiks og í lok þeim fyrri. Aron Rafn Eðvarsson stóð til að mynda í markinu í tæplega 7 mínútur undir lok fyrri hálfleiks án þess að fá á sig skot. Íslenska liðið fékk ekki mark á sig í tæplega 12 mínútur undir lok fyrri háfleiks og í upphafi þess síðari. Staðan í hálfleik var 18-11 Íslendingum í vil og fjörið hélt áfram í þeim síðari. Þar léku ungu leikmennirnir aðalhlutverkið á meðan þeir eldri og reyndari hvíldu sig fyrir komandi átök gegn Makedóníu og Danmörku. Aron Kristjánsson fékk svör við ýmsum spurningum sem hann hafði sett fram fyrir leikinn – og það er ljóst að leikmenn eins og Arnór Þór er tilbúinn í slaginn, sem og Stefán Rafn Sigurmannsson og Ólafur Gústafsson. Ólafur Guðmundsson náði ekki að skora og var hann eini útileikmaðurinn sem komst ekki á blað hjá Íslandi fyrir utan Sverre Jakobsson – en það er ávallt fréttaefni þegar varnartröllið Sverre skorar mark á stórmóti.Mynd / Vilhelm Aron: Gott að komast á blað Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var vitanlega ánægður með sigur sinna manna á Síle í dag. Ísland vann stórsigur, 38-21, og fékk því sín fyrstu stig í mótinu þar sem að liðið tapaði fyrir Rússum í gær. „Það er léttir að hafa unnið og gott að hafa komist á blað. Þetta var sannfærandi sigur," sagði Aron í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn. „Það var líka gott að fá menn inn í mótið sem áttu ekki sinn besta dag í gær. Svo var hugsunin líka að nota sem flesta leikmenn," bætti hann við. Ísland náði að síga fram úr á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. „Við vorum nokkuð grimmir í upphafi leiks en eftir að við fórum aftur í 6-0 vörn þá gekk þetta betur og við vorum heilt yfir þéttari." „Björgvin Páll féll svo niður þrátt fyrir að hafa byrjað vel og þá kom Aron Rafn sterkur inn." Hann sagði ósamræmi í dómgæslunni í dag. „Mér fannst við oft fara út af fyrir litlar sakir," sagði hann. „En þetta var fínn leikur og öruggur sigur. Næsti leikur verður erfiður enda Makedónía með sterka og hættulega einstaklinga. Við þurfum að skoða þá vel."Mynd / Vilhelm Ásgeir Örn: Ég var mjög einbeittur í dag Ásgeir Örn Hallgrímsson var valinn besti maður íslenska liðsins af mótshöldurum á Spáni. Ísland vann í dag öruggan sigur á Síle. „Mér fannst ég skulda síðan í gær," sagði Ásgeir Örn sem náði sér ekki á strik í tapleiknum gegn Rússlandi í dag. „Maður var í því í dag að lúðra á markið og var heilt yfir ákveðnari í öllum aðgerðum. Maður var óttalegur ræfill í gær." „Þetta gekk vel heilt yfir og því gengur maður mjög sáttur frá borði í dag." Hann á von á erfiðum leik gegn Makedóníu á þriðjudaginn. „Þeir eru flottir og með gott lið. Hægra skyttan þeirra (Kiril Lazarov) er frábær og þeir eiga það til að vera grófir." „Við þurfum að vera vel undirbúnir fyrir þann leik."Mynd / Vilhelm Arnór Þór: Fékk fiðring í magann Arnór Þór Gunnarsson var markahæstu í íslenska liðinu gegn Síle í dag með sjö mörk. Ísland vann sautján marka sigur, 38-21. „Mér leið mjög vel í dag," sagði Arnór við Arnar Björnsson eftir leikinn í dag en hann var nokkuð óvænt í byrjunarliðinu í stað Þóris Ólafssonar. „Þegar Aron þjálfari sagði mér að ég myndi byrja fékk ég fiðring í magann, enda fyrsta stórmótið mitt. En það kom mikil tilhlökkun líka." „Það er alltaf gaman að skora en fyrst og fremst að vera í íslenska landsliðinu. Það hefur verið minn draumur síðan ég var lítill. Sá draumur er að rætast núna." „Ég stefni svo auðvitað að því að halda sæti mínu í liðinu eins lengi og ég get - alltaf."Mynd / Vilhelm Stefán Rafn: Leið rosalega vel Stefán Rafn Sigurmannsson er ánægður með að hafa fengið að spila með Íslandi á stórmóti í handbolta. Hann skoraði fimm mörk í sextán marka sigri Íslands á Síle. „Mér leið rosalega vel. Það er frábært að fá að spila fyrir Íslands hönd og fílingurinn mjög góður," sagði hann í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn. „Ég ætlaði að nýta þetta tækifæri mjög vel. Ég fékk klaufalegar brottvísanir á mig en mér fannst ég heilt yfir nýta þetta tækifæri vel." „Ég stefni að því að hjálpa liðinu eins vel og ég get. Ég mun áfram leggja mitt af mörkum," sagði Stefán Rafn. Næsti leikur Íslands verður gegn Makedóníu á miðvikudaginn. „Makedónía er með frábært lið. Við þurfum að hafa sérstakar gætur á Lazarov," sagði hann. Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta landaði öruggum 38-22 sigri gegn liði Síle í B-riðli heimsmeistaramótsins sem fram fer á Spáni. Það tók íslenska liðið um 20 mínútur að hrista Síle af sér og Aron Kristjánsson þjálfari liðsins nýtti tækifærið og lét yngri leikmenn liðsins draga vagninn í síðari hálfleik. Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í liði Íslands með alls 7 mörk en hann var í byrjunarliðinu í stað Þóris Ólafssonar. Eftir tapleikinn gegn Rússum í fyrsta leik mótsins lýsti Aron Kristjánsson eftir meira púðri frá hægri væng liðsins í sóknarleiknum. Arnór Þór og Ásgeir Örn Hallgrímsson tóku hann á orðinu og létu vita af sér frá fyrstu mínútu. Arnór skoraði tvö mörk snemma og kom sér inn í leikinn. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sitt fyrsta mark eftir fimm mínútur, og ætlaði sér meira en gegn Rússum. Ásgeir Örn var valinn maður leiksins af dómnefnd í leikslok en hann skoraði alls 4 mörk úr 5 skottilraunum. Björgvin Páll Gústavsson byrjaði í markinu og ætlaði sér stóra hluti eftir að hafa verið settur á bekkinn fyrir leikinn gegn Rússum. Björgvin byrjaði ágætlega, varði vítaskot, en Björgvin varði alls 6 skot á þeim 24 mínútum sem hann lék. Rene Oliva, markvörður Síle, náði að stöðva nokkur skot frá íslenska liðinu – hélt þeim á floti fyrstu 20 mínúturnar þegar staðan var 10-9 fyrir Ísland. Smátt og smátt náði íslenska liðið tökum á leiknum þrátt fyrir að lykilmaður á borð við Aron Pálmarssin hafi skorað sitt fyrsta mark eftir 19 mínútur. Alls skoraði Aron 2 mörk en hann tók aðeins 4 skot. Stefán Rafn Sigurmannsson skipti við Guðjón Val Sigurðsson í vinstra horninu eftir aðeins 15 mínútna leik. Stefán Rafn, sem lék með Haukum fyrr í vetur og er nú leikmaður Rhein Neckar Löwen í Þýskalandi, nýtti tækifærið vel og skoraði hann alls 5 mörk úr alls 7 skotum. Aron Kristjánsson henti yngri leikmönnum liðsins út í „djúpu laugina" og lét þá takast á við verkefni dagsins. Flestir þeirra stóðu undir því kalli og eldri og reyndari leikmenn liðsins fengu kærkomna hvíld. Öllum mörkum var fagnað innilega og mest var fagnað þegar Fannar Friðgeirsson skoraði sitt fyrsta mark á stórmóti á 46. mínútu og kom íslenska liðinu í 27-14. Ekki má gleyma því að varnarleikur Íslands var mjög öflugur í upphafi síðari hálfleiks og í lok þeim fyrri. Aron Rafn Eðvarsson stóð til að mynda í markinu í tæplega 7 mínútur undir lok fyrri hálfleiks án þess að fá á sig skot. Íslenska liðið fékk ekki mark á sig í tæplega 12 mínútur undir lok fyrri háfleiks og í upphafi þess síðari. Staðan í hálfleik var 18-11 Íslendingum í vil og fjörið hélt áfram í þeim síðari. Þar léku ungu leikmennirnir aðalhlutverkið á meðan þeir eldri og reyndari hvíldu sig fyrir komandi átök gegn Makedóníu og Danmörku. Aron Kristjánsson fékk svör við ýmsum spurningum sem hann hafði sett fram fyrir leikinn – og það er ljóst að leikmenn eins og Arnór Þór er tilbúinn í slaginn, sem og Stefán Rafn Sigurmannsson og Ólafur Gústafsson. Ólafur Guðmundsson náði ekki að skora og var hann eini útileikmaðurinn sem komst ekki á blað hjá Íslandi fyrir utan Sverre Jakobsson – en það er ávallt fréttaefni þegar varnartröllið Sverre skorar mark á stórmóti.Mynd / Vilhelm Aron: Gott að komast á blað Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var vitanlega ánægður með sigur sinna manna á Síle í dag. Ísland vann stórsigur, 38-21, og fékk því sín fyrstu stig í mótinu þar sem að liðið tapaði fyrir Rússum í gær. „Það er léttir að hafa unnið og gott að hafa komist á blað. Þetta var sannfærandi sigur," sagði Aron í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn. „Það var líka gott að fá menn inn í mótið sem áttu ekki sinn besta dag í gær. Svo var hugsunin líka að nota sem flesta leikmenn," bætti hann við. Ísland náði að síga fram úr á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. „Við vorum nokkuð grimmir í upphafi leiks en eftir að við fórum aftur í 6-0 vörn þá gekk þetta betur og við vorum heilt yfir þéttari." „Björgvin Páll féll svo niður þrátt fyrir að hafa byrjað vel og þá kom Aron Rafn sterkur inn." Hann sagði ósamræmi í dómgæslunni í dag. „Mér fannst við oft fara út af fyrir litlar sakir," sagði hann. „En þetta var fínn leikur og öruggur sigur. Næsti leikur verður erfiður enda Makedónía með sterka og hættulega einstaklinga. Við þurfum að skoða þá vel."Mynd / Vilhelm Ásgeir Örn: Ég var mjög einbeittur í dag Ásgeir Örn Hallgrímsson var valinn besti maður íslenska liðsins af mótshöldurum á Spáni. Ísland vann í dag öruggan sigur á Síle. „Mér fannst ég skulda síðan í gær," sagði Ásgeir Örn sem náði sér ekki á strik í tapleiknum gegn Rússlandi í dag. „Maður var í því í dag að lúðra á markið og var heilt yfir ákveðnari í öllum aðgerðum. Maður var óttalegur ræfill í gær." „Þetta gekk vel heilt yfir og því gengur maður mjög sáttur frá borði í dag." Hann á von á erfiðum leik gegn Makedóníu á þriðjudaginn. „Þeir eru flottir og með gott lið. Hægra skyttan þeirra (Kiril Lazarov) er frábær og þeir eiga það til að vera grófir." „Við þurfum að vera vel undirbúnir fyrir þann leik."Mynd / Vilhelm Arnór Þór: Fékk fiðring í magann Arnór Þór Gunnarsson var markahæstu í íslenska liðinu gegn Síle í dag með sjö mörk. Ísland vann sautján marka sigur, 38-21. „Mér leið mjög vel í dag," sagði Arnór við Arnar Björnsson eftir leikinn í dag en hann var nokkuð óvænt í byrjunarliðinu í stað Þóris Ólafssonar. „Þegar Aron þjálfari sagði mér að ég myndi byrja fékk ég fiðring í magann, enda fyrsta stórmótið mitt. En það kom mikil tilhlökkun líka." „Það er alltaf gaman að skora en fyrst og fremst að vera í íslenska landsliðinu. Það hefur verið minn draumur síðan ég var lítill. Sá draumur er að rætast núna." „Ég stefni svo auðvitað að því að halda sæti mínu í liðinu eins lengi og ég get - alltaf."Mynd / Vilhelm Stefán Rafn: Leið rosalega vel Stefán Rafn Sigurmannsson er ánægður með að hafa fengið að spila með Íslandi á stórmóti í handbolta. Hann skoraði fimm mörk í sextán marka sigri Íslands á Síle. „Mér leið rosalega vel. Það er frábært að fá að spila fyrir Íslands hönd og fílingurinn mjög góður," sagði hann í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn. „Ég ætlaði að nýta þetta tækifæri mjög vel. Ég fékk klaufalegar brottvísanir á mig en mér fannst ég heilt yfir nýta þetta tækifæri vel." „Ég stefni að því að hjálpa liðinu eins vel og ég get. Ég mun áfram leggja mitt af mörkum," sagði Stefán Rafn. Næsti leikur Íslands verður gegn Makedóníu á miðvikudaginn. „Makedónía er með frábært lið. Við þurfum að hafa sérstakar gætur á Lazarov," sagði hann.
Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira