Handbolti

Róbert: Veit ekki hvort ég nái næsta leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Stefán
Róbert Gunnarsson segir ómögulegt að spá fyrir um það hvort hann verði með Íslandi gegn Makedóníu á þriðjudaginn næstkomandi.

Þetta segir hann í samtali við Arnar Björnsson á Stöð 2 Sport en Róbert meiddist í leiknum gegn Rússlandi í gær. Hann verður ekki með gegn Síle í dag.

„Ég verð á bekknum með strákunum í dag og hjálpa þeim þannig. Ég fer ekki inn á völlinn."

„Tíminn verður svo að leiða í ljós hvort ég nái leiknum gegn Makedóníu. Nú tek ég eina klukkkustund í einu en það er ekki góðs viti að geta ekki labbað hratt," sagði hann og brosti.

„Ég veit svo sem ekki hvað gerðist nákvæmlega. Rússinn ýtti við mér og ég lenti á bakinu hægra megin. Löppin dó við það," sagði Róbert.

„Ég næ að spila aftur - þetta er ekki svo alvarlegt. En ég get ekki lofað því að ég nái leiknum gegn Makedóníu. Það hafa verið miklar framfarir hjá mér síðasta sólarhringinn og við vonum það besta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×