Viðskipti innlent

Landsbankinn kaupir stóran hlut af Einari Sveinssyni í Nýherja

Landsbankinn er komin í hóp stórra hluthafa í Nýherja en bankinn keypti stóran hlut af Einari Sveinssyni í félaginu fyrir helgina.

Þessum viðskiptum var flaggað í Kauphöllinni fyrir helgina. Þar segir að eignarhlutur Landsbankans hafi farið yfir 5% í þessum viðskiptum eða úr tæpum 0,8% og í tæp 6%.

Því var jafnframt flaggað að eignarhlutur Einars Sveinssonar og tengdra félaga hafi farið niður fyrir 10% með kaupum Landsbankans.

Miðað við síðasta skráða gengi á hlutum í Nýherja nema kaup Landsbankans um 75 milljónum kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×