Viðskipti innlent

Vodafone semur við Farice til þriggja ára

Fjarskipti hf, það er Vodafone, hefur gert nýjan þriggja ára samning við Farice ehf um fjarskiptasamband við útlönd. Farice sagði upp eldri samningi 29.júní í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Samhliða hafa félögin náð samkomulagi um þau ágreinings- og dómsmál sem uppi voru milli félaganna vegna fyrri samnings og fjallað var um í lýsingu Fjarskipta, dags. 19. nóvember 2012, og viðauka við lýsinguna sem birtur var 29. nóvember 2012.

Áhrif samkomulagsins um endanlegt uppgjör á fyrri samningi eru óveruleg á uppgjör ársins 2012 hjá Fjarskiptum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×