Handbolti

Aron: Sterkur karakter og mikill sigurvilji

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd / Vilhelm Gunnarsson
Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, hrósaði sínum mönnum eftir sigurinn á Makedóníu í dag.

Ísland vann fjögurra marka sigur, 23-19, og Aron var ánægður í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn.

„Makedónía átti ekkert svar við okkar varnarleik sem var magnaður í dag. Þá var Björgvin sterkur í markinu," sagði Aron.

„Við lentum þó í basli í sókninni en ákváðum samt að halda áfram að gera hluti sem voru að skila opnunum, þó svo að mörkin hafi ekki alltaf komið enda átti markvörðurinn þeirra góðan dag."

„Það gekk upp. Strákarnir sýndu mikinn sigurvilja og sterkan karakter og það borgaði sig. "

Ísland mætir næst Dönum á morgun og er það mikilvægur leikur.

„Nú förum við að hugsa um morgundaginn en það var leikurinn í dag sem skipti fyrst og fremst máli. Það er samt alltaf gaman að mæta Dönum og þeir eru alltaf hræddir við okkur."

„Það er ljóst að við þurfum að ná samskonar vörn upp í þeim leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×