Handbolti

Ísland þarf helst sjö marka sigur gegn Dönum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Ólafur Gústafsson í leiknum í dag.
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Ólafur Gústafsson í leiknum í dag. Mynd / Vilhelm Gunnarsson
Eftir sigur Íslands á Makedóníu í kvöld er ljóst að strákarnir okkar eru enn með í baráttunni um toppsæti B-riðils.

En vegna tapsins gegn Rússlandi á laugardag er ljóst að Ísland þarf minnst sex marka sigur gegn Dönum til að ná efsta sæti riðilsins - helst sjö marka sigur.

Ef Ísland vinnur á morgun er líklegt að Ísland, Danmörk og Rússland munu öll enda með átta stig í efsta sæti riðilsins. Þá mun niðurröðun liðanna ráðast af árangri í innbyrðis viðureignum.

Þar sem öll þrjú liðin yrðu þá jöfn að stigum skiptir markatalan höfuðmáli. Hér fyrir neðan má sjá mögulegar niðurstöður, miðað við úrslit leiks Íslands og Danmerkur annað kvöld.

Það skal tekið fram að allt þetta miðast við að öll þrjú liðin - Danmörk, Rússland, og Ísland - vinni sigra á hinum liðunum í riðlinum (Makedóníu, Síle og Katar) og endi með átta stig.

Ísland vinnur Danmörku með 4 mörkum eða minna:

1. Danmörk

2. Rússland

3. Ísland

Ísland vinnur Danmörku með 5 mörkum:

1. Rússland

2. Ísland

3. Danmörk

Ísland vinnur Danmörku með 6 mörkum og skorar færri en 32 mörk:

1. Rússland

2. Ísland

3. Danmörk

Ísland vinnur Danmörku, 32-26:

Rússland og Ísland eru með nákvæmlega jafnan árangur í innbyrðisviðureignum. Það lið sem er með betra heildarmarkahlutfall í riðlinum öllum endar í fyrsta sæti. Danir enda í þriðja sæti.

Ísland vinnur Danmörku með 6 mörkum og skorar minnst 33 mörk:

1. Ísland

2. Rússland

3. Danmörk

Ísland vinnur Danmörku með minnst sjö mörkum:

1. Ísland

2. Rússland

3. Danmörk

Úrslit í innbyrðisviðureignum:

Ísland - Rússland 25-30

Rússland - Danmörk 27-31

Ísland - Danmörk ??-??

Markatala nú:

Danmörk +4

Rússland +1

Ísland -5

Mörk skoruð nú:

Rússland 57

Danmörk 31

Ísland 25

Reglurnar:

Ef tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum ræður eftirfarandi:

1. Fjöldi stiga í innbyrðisviðureignum viðkomandi liða.

2. Markatala í innbyrðisviðureignum viðkomandi liða.

3. Fjöldi skoraðra marka í innbyrðisviðureignum viðkomandi liða.

4. Heildarmarkatala í riðlinum.

5. Fjöldi skoraðra marka í allri riðlakeppninni.

6. Hlutkesti varpað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×