Handbolti

Wilbek: Munum gera okkar besta gegn Makedóníu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins, var sigri hrósandi eftir leik Íslands og Danmerkur á HM í handbolta í kvöld.

Danir hafa unnið alla leiki sína í B-riðli og eru nú öruggir með efsta sætið.

Ísland þarf þó að treysta á að Danir vinni Makedóníu á föstudaginn. Sigri Makedónía mun Ísland mögulega lenda í fjórða sæti riðilsins.

„Við munum gera okkar besta gegn Makedóníu. Ég lofa því," sagði Wilbek á blaðamannafundi eftir leik.

Ísland mætir Katar á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×