Handbolti

Danir ætla að vinna Makedóníu

Ulrik Wilbek.
Ulrik Wilbek. vísir/getty
Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, hefur staðfest að liðið muni gera allt til þess að leggja Makedóníu af velli þó svo leikurinn skipti Dani engu máli.

Úrslit leiksins skipta Ísland miklu máli því ef Danir tapa endar Ísland líklega í fjórða sæti riðilsins og spilar því gegn Frökkum í 16-liða úrslitum keppninnar.

Wilbek segir að liðið verði að bera virðingu fyrir öðrum liðum riðilsins og því þurfi liðið að standa sig.

"Það er ekki okkar stíll að gefa eftir. Við gerðum það ekki á HM í Svíþjóð. Ég get ekki lofað því að Mikkel Hansen spili í 60 mínútur en sem betur fer eigum við marga góða leikmenn," sagði Wilbek en honum er alveg sama hvaða lið hann fær í 16-liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×