Viðskipti innlent

Iceland á Íslandi innkallar hamborgara frá Bretlandi

Verslanir Iceland hér á landi hafa í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað frosna hamborgara frá Iceland verslunarkeðjunni í Bretlandi, sem hafa verið í sölu í verslunum félagsins.

Í tilkynningu segir að ástæða innköllunarinnar eru upplýsingar frá Iceland verslununum í Bretlandi, en grunur leikur á að hrossakjöt hafi fundist í einni tegund frosinna hamborgara frá Iceland sem merktir eru sem 100% nautakjöt. Varan er með framleiðslunúmer (PLU) 21244 og dagsetninguna best fyrir 06.08.2013.

Varan hefur þegar verið fjarlægð úr verslunum Iceland. Þeir sem þegar hafa keypt vöruna geta skilað henni í verslanirnar í Engihjalla eða að Fiskislóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×