Viðskipti innlent

Ekki tókst að selja hlutaféið í Bláfugli

Ekki tókst að selja hlutafé flugfélagsins Bláfugl þar sem hæstbjóðenda tókst ekki að ljúka við fjármögnun sinni á kaupunum. Bláfugl er þó enn til sölu.

Í tilkynningu segir að söluferli á hlutafé Bláfugls ehf., sem er að fullu í eigu SPW ehf., dótturfélags Miðengis, hófst þann 22. febrúar 2012 með tilkynningu þess efnis.

PwC var falið að annast söluferlið fyrir hönd SPW. Nokkur tilboð bárust í félagið frá aðilum hérlendis og erlendis. Stjórn SPW ehf. hóf í framhaldinu viðræður við hæstbjóðanda um sölu á eignarhlutnum. Viðræðum er nú lokið án þess að til sölu hafi komið á eignarhlutnum þar sem tilboðsgjafa tókst ekki að ljúka fjármögnun sinni. Formlegu söluferli á hlutnum er því lokið.

Þó svo formlegu söluferli sé lokið þá er það takmark SPW að selja eignarhlutinn m.a. með hliðsjón af skilyrðum sem SPW hefur verið sett af Samkeppniseftirlitinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×