Handbolti

Aron: Áttum von á baráttuleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var ánægður með margt í leik Íslands gegn Katar í dag.

„Við vissum að þeir myndu selja sig dýrt. Þeir börðust og það tók tíma að hrisa þá af sér," sagði Aron í samtali við Arnar Björnsson eftir leikinn í dag.

„En sem betur fer náðu við góðri forystu í hálfleik og komust svo fljótlega í þægilega forystu í þeim síðari."

„Ég var ánægður með sóknarleikinn og hraðaupphlaupin í dag. Við fengum mikið af færum, sama hvernig við spiluðum. Ég hefði viljað fá betri vörn og markvörslu í fyrri hálfleik, en Aron kom sterkur inn í síðari hálfleik."

Ekki lá fyrir hver næsti andstæðingur Íslands yrði þegar viðtalið var tekið.

„Við tökum bara því liði sem við fáum í 16-liða úrslitunum," sagði Aron.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×