Handbolti

Sverre: Gerðum nóg til að vinna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Sverre Jakobsson, leikmaður Íslands, var ánægður með að sæti Íslands í 16-liða úrslitum HM í handbolta væri tryggt.

Ísland vann Katar í lokaumferð riðlakeppninnar í dag og kemur í ljós síðar í kvöld hvaða andstæðingur bíður í 16-liða úrslitunum.

„Mér fannst við ekki gefa neitt extra af okkur - bara nóg til að vina. Við getum spilað miklu betur. En við erum komnir áfram og næsta verkefni er það sem gildir. Nú þurfum við að undirbúa okkur fyrir það."

„Við vorum einbeittir fyrir leikinn í dag og var sigurinn aldrei í hættu. Við mættum þannig til leiks. Við hefðum viljað spila betri vörn en það skiptir engu máli núna."

„Maður þarf alltaf að vera tilbúinn í stríð og bardaga. En það getur stundum verið erfitt að halda einbeitingu þegar liðið nær góðri forystu. En við kláruðum þetta í dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×