Þjóðverjar unnu sex marka sigur á Svíum í vináttuleik karlalandsliða þjóðanna í handbolta í Vaxjö í Svíþjóð í kvöld.
Staðan í hálfleik var 10-10 en gestirnir frá Þýskalandi, sem undirbúa sig af kappi fyrir HM á Spáni, sigu fram úr í síðari hálfleik og unnu sex marka sigur 26-20.
Markvörðurinn Silvio Heinevetter var besti maður Þjóðverja í leiknum að því er miðillinn Handball-World greinir frá. Rúmlega 4500 áhorfendur fylgdust með leiknum í kvöld.
Svíar, sem unni til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í London í sumar, þurfa ekki að hafa of miklar áhyggjur af úrslitunum enda ekki á meðal þátttakenda á Spáni.
Íslendingar mæta Svíum í æfingaleik í Svíþjóð 8. janúar. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Svíar lágu gegn Þjóðverjum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




„Ég biðst afsökunar“
Körfubolti

Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice
Körfubolti



Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld
Fótbolti

Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina
Enski boltinn
