Viðskipti innlent

Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar verulega

Alls voru 66 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í nóvembermánuði s.l., flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðir á vélknúnum ökutækjum. Þetta er næstum helmingi færri gjaldþrot en í sama mánuði árið áður þegar þau urðu 115 talsins.

Á vefsíðu Hagstofunnar segir að fyrstu 11 mánuði ársins í fyrra var fjöldi gjaldþrota 977, sem er rúmlega 32% fækkun frá sama tíma árið áður þegar 1.441 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. Flest gjaldþrot, það sem af er árinu í fyrra eru í flokknum byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, 198 talsins.

Í nóvembermánuði voru skráð 132 ný einkahlutafélög, flest í fasteignaviðskiptum og í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Til samanburðar voru 165 ný einkahlutafélög skráð í nóvember í fyrra.

yrstu 11 mánuði ársins var fjöldi nýskráninga 1.605, en það er tæplega 3% aukning frá sama tíma í fyrra þegar 1.563 fyrirtæki voru skráð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×