Handbolti

Svíaleikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson í leik á móti Svíum á ÓL í London.
Guðjón Valur Sigurðsson í leik á móti Svíum á ÓL í London. Mynd/AFP
Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilar síðasta undirbúningsleik sinn fyrir HM í handbolta á Spáni þegar liðið mætir Svíum í Helsingborg á þriðjudaginn kemur en heimsmeistarakeppnin hefst síðan eftir eina viku.

Leikur Svíþjóðar og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst leikurinn klukkan 18.15. HM á Spáni verður í beinni útsendingu á sömu stöð og verða yfir 40 leikir sýndir í beinni útsendingu frá mótinu auk þess að verða samantektarþættir í lok hvers dags þar sem farið verður yfir gang mála í öllum leikjum.

Svíar komust ekki á HM á Spáni þar sem þeir sátu eftir í umspilsleikjum við Svartfellinga en íslenska landsliðið sló Holland út í umspilinu í júní síðastliðnum. Þjóðirnar mættust síðan á Ólympíuleikunum í London þar sem Ísland vann 33-32 sigur.

Þetta verður þriðji og síðasti leikur íslenska landsliðsins í lokaundirbúningi sínum fyrir HM en um síðustu helgi vann liðið tvo mjög örugga sigra á Túnisbúum sem eru á leiðinni á HM eins og Íslendingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×