Viðskipti innlent

Kröfuhafar Landsbankans gætu setið fastir í gjaldeyrishöftunum

Takist ekki að semja um lengingu á 290 milljarða kr. erlendum skuldabréfum milli gamla og nýja Landsbankans, sem eiga að greiðast upp 2014-2018, er sennilegt að kröfuhafar bankans muni sitja fastir með reiðufé sitt innan hafta á Íslandi um „ófyrirsjáanlega“ framtíð.

Þetta kemur fram í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. Blaðið hefur undir höndum bréf, undirritað af Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, þar sem þess er farið á leit við LBI að lengt verði í afborgunum á 290 milljarða kr. erlendum skuldum bankans um tólf ár og að núverandi vextir haldist óbreyttir næstu fimm árin.

Í bréfinu segir að með því að samþykkja hins vegar lengingu og endurskoðun á ýmsum skilmálum skuldabréfanna eru meiri líkur á að slitastjórn LBI takist að fá fyrr en ella undanþáguheimild frá Seðlabanka Íslands til að halda áfram útgreiðslum til kröfuhafa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×