Lífið

Listaverk Hugleiks á símann þinn

Marín Manda skrifar
Rakel Sævarsdóttir
Rakel Sævarsdóttir
Rakel Sævarsdóttir, eigandi kaupstadur.is, miðlar list til almennings með óhefðbundnum leiðum.

„Ég er alltaf að leita leiða til þess að færa myndlistina nær fólki. Iphone-símahulstrin eru sniðug vara og þarna getur þú notið listaverks á símanum þínum. Kannski hefurðu ekki efni á stóru listaverki en hulstrin eru á viðráðanlegu verði,“ segir Rakel Sævarsdóttir, sem starfar við að miðla list og hönnun til almennings í gegnum hönnunarsíðuna kaupstadur.is.

Símahulstur eftir Hugleik Dagsson
Rakel er með BA-próf í listfræði og MA-próf í hagnýtri menningarmiðlun frá HÍ og er eigandi kaupstadur.is og muses.is.

„Listaverk á netinu er eitthvað sem fólk er að uppgötva og er orðið óhræddara við, sérstaklega prentverkin. Netið er mjög góð leið til að kynna íslenska listamenn. Maður áttar sig til dæmis ekki á því hve þekktur Hugleikur Dagsson er erlendis.

Hann hefur verið að selja hvað mest hjá okkur en upprunalegu teikningarnar hans hafa verið vinsælar í Finnlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu, Frakklandi og fleiri löndum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.