Viðskipti innlent

Skiptir hönnun máli? Fyrirlestur í Hafnarhúsinu

Hvað þarf til þess að vera skapandi og hvernig fara sköpunargáfa og notagildi saman? Þessum spurningum verður leitast við að svara í fyrirlestri í Hafnarhúsinu á fimmtudagskvöldið kl. 20.

Dóra Ísleifsdóttir grafískur hönnuður og prófessor við Listaháskóla Íslands og Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hönnuður hjá Studiobility fjalla um hönnun, hönnunarferli og hvernig hönnun og aðferðir hennar nýtast samfélaginu.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar Íslands í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands. Fyrirlesturinn hefst í Hafnarhúsinu klukkan 20.

Hægt er að kynna sér efni fyrirlestursins nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×