Handbolti

Nær einhver Aroni á toppi stoðsendingalistans?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Mynd/Vilhelm
Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson hefur spilað sinn síðasta leik á HM í handbolta á Spáni en hann á samt enn möguleika á því að vera sá leikmaður sem gefur flestar stoðsendingar á heimsmeistaramótinu.

Aron gaf 35 stoðsendingar í sex leikjum eða 5,8 að meðaltali í leik. Hann var með þrettán stoðsendinga forskot eftir leiki sextán liða úrslitanna.

Króatinn Domagoj Duvnjak er í 2. sæti með 22 stoðsendingar og sá sem er hæstur af þeim leikmönnum sem er enn með í keppninni. Króatar geta mest spilað þrjá leiki til viðbótar á mótinu og haldi Duvnjak meðaltali sínu (3,7 stoðsendingar í leik) þá nær hann að gefa 33 stoðsendingar á mótinu og væri þá enn tveimur stoðsendingum á eftir Aroni.

Kiril Lazarov frá Makedóníu er líka í öðru sæti með 22 stoðsendingar en hann hefur lokið keppni á HM eins og Aron. Enginn annar hefur náð því að gefa 20 stoðsendingar í fyrstu sex leikjum sínum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×