Viðskipti innlent

Spá verðhjöðnun í janúar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Útsölur munu hafa mikil áhrif á lækkun neysluverðsvísitölunnar.
Útsölur munu hafa mikil áhrif á lækkun neysluverðsvísitölunnar.
Greiningardeild Arion banka spáir 0,10% lækkun á vísitölu neysluverðs í janúar og að ársverðbólga verði 3,8% samanborið við 4,2% í desember. Útsöluáhrif koma jafnan sterk fram í janúar en á móti þeim áhrifum eru hins vegar almennar gjaldskrárhækkanir.

Greining bendir á að fallið hafi verið frá opinberum hækkunum á bensíni, olíu, bjór, léttvíni, bifreiðagjöldum og útvarpsgjaldi í fjárlögum sem samþykkt voru á Alþingi í desember. Undanfarin ár hafi skattahækkanir litað verulega verðbólgutölur janúar en að þessu sinni eru engin slík áhrif og því eru minni áhrif vegna skatta- og gjaldskrárhækkana í janúar samanborið við það sem verið hefur undanfarin ár.

Gangi bráðabirgðaspá okkar eftir mun árstaktur verðbólgunnar ganga hratt niður á komandi mánuðum og mælast ríflega 3% í apríl næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×