Viðskipti Landsbankans veiktu krónuna Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. janúar 2013 19:00 Mikil viðskipti Landsbankans á gjaldeyrismarkaði veiktu íslensku krónuna rétt fyrir áramótin. Landsbankinn þarf að greiða þrotabúi gamla Landsbankans jafnvirði tæplega 300 milljarða króna í gjaldeyri á næstu árum og ræður ekki við greiðslurnar nema lengt verði í lánum. Bankastjórinn segir unnið að samkomulagi í þá veru. Á fimm viðskiptadögum milli jóla og nýárs veiktist íslenska krónan um þrjú prósent vegna gjaldeyrisviðskipta á millibankamarkaði. Meðal þeirra sem áttu í þessum viðskiptum var Landsbankinn. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í fréttum okkar á miðvikudag að mðal annars væri veikingin til komin vegna viðskipta aðila með erlend lán sem illa gengi að endurfjármagna. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir að viðskipti bankans milli jóla og nýárs hafi ekki verið óeðlileg. Landsbankann hafi vantað gjaldeyri og bankinn sé stór á þessum markaði. Þá sé markaðurinn lítill og því þurfi ekki mikið til að veikja krónuna. (Sjá viðtal við Steinþór í myndskeiði.) Vegna uppgjörs milli gömlu og nýju bankanna árið 2009 gaf Landsbankankinn út skuldabréf til þrotabús gamla Landsbankans í erlendri mynt. Andvirði þess er jafnvirði hátt í 300 milljarða króna og Seðlabankinn hefur lýst yfir áhyggjum af því að Landsbankinn ráði ekki við þetta. „Við þurfum að borga þessi lán til baka eins og ákvæði eru núna á árunum 2015-2018. Við greiddum myndarlega inn á þetta um mitt síðasta ár (innsk. jafnvirði um 70 ma.kr). Við viljum lengja í þessu og það er lykillinn í því að hægt verði að létta gjaldeyrishöftunum. Þetta er undanfari þess að hægt sé að lyfta höftunum," segir Steinþór. Steinþór segir að unnið sé að samkomulagi við þrotabú Landsbankans. Aðspurður hvort það muni draga til tíðinda á næstu vikum segir hann það frekar spurning um mánuði. Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Mikil viðskipti Landsbankans á gjaldeyrismarkaði veiktu íslensku krónuna rétt fyrir áramótin. Landsbankinn þarf að greiða þrotabúi gamla Landsbankans jafnvirði tæplega 300 milljarða króna í gjaldeyri á næstu árum og ræður ekki við greiðslurnar nema lengt verði í lánum. Bankastjórinn segir unnið að samkomulagi í þá veru. Á fimm viðskiptadögum milli jóla og nýárs veiktist íslenska krónan um þrjú prósent vegna gjaldeyrisviðskipta á millibankamarkaði. Meðal þeirra sem áttu í þessum viðskiptum var Landsbankinn. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í fréttum okkar á miðvikudag að mðal annars væri veikingin til komin vegna viðskipta aðila með erlend lán sem illa gengi að endurfjármagna. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir að viðskipti bankans milli jóla og nýárs hafi ekki verið óeðlileg. Landsbankann hafi vantað gjaldeyri og bankinn sé stór á þessum markaði. Þá sé markaðurinn lítill og því þurfi ekki mikið til að veikja krónuna. (Sjá viðtal við Steinþór í myndskeiði.) Vegna uppgjörs milli gömlu og nýju bankanna árið 2009 gaf Landsbankankinn út skuldabréf til þrotabús gamla Landsbankans í erlendri mynt. Andvirði þess er jafnvirði hátt í 300 milljarða króna og Seðlabankinn hefur lýst yfir áhyggjum af því að Landsbankinn ráði ekki við þetta. „Við þurfum að borga þessi lán til baka eins og ákvæði eru núna á árunum 2015-2018. Við greiddum myndarlega inn á þetta um mitt síðasta ár (innsk. jafnvirði um 70 ma.kr). Við viljum lengja í þessu og það er lykillinn í því að hægt verði að létta gjaldeyrishöftunum. Þetta er undanfari þess að hægt sé að lyfta höftunum," segir Steinþór. Steinþór segir að unnið sé að samkomulagi við þrotabú Landsbankans. Aðspurður hvort það muni draga til tíðinda á næstu vikum segir hann það frekar spurning um mánuði.
Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira