Viðskipti innlent

Gamli Landsbankinn heitir núna LBI

Þrotabú gamla Landsbankans, eða Landsbanki Íslands hf, hefur fengið nýtt nafn og heitir nú LBI hf. Nafnabreytingin var gerð vegna fyrirmæla Fjármálaeftirlitsins sem taldi að óheimilt væri að hafa orðið banki í heiti fjármálafyrirtækis í slitameðferð með takmarkað starfsleyfi, að því er fram kemur í tilkynningu. Nafnabreyting hefur hvorki áhrif á lagalega stöðu félagsins né starfsemi. Forsvarsmenn þrotabúsins segja að nöfnum nýja Landsbankans og þrotabúsins hafi margoft verið ruglað saman í opinberri umræðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×