Viðskipti innlent

Afnema sjálfvirk áhrif verðbólgu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ kynnti hugmyndirnar á fundi í morgun.
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ kynnti hugmyndirnar á fundi í morgun.
Meðal kosta nýja húsnæðislánakerfisins sem ASÍ kynnti í dag er að sjálfvirk áhrif verðbólgu á höfuðstól eftirstöðva lánsins verða afnumin og áhættunni af lántökunni er deilt milli fjármagnseigenda og lántaka með sanngjarnari hætti en nú er. ASÍ kynnti kerfið á blaðamannafundi klukkan eitt í dag. Eins og greint var frá á Vísi byggir kerfið að danskri fyrirmynd.

ASÍ telur að þörf sé á nýju húsnæðislánakerfi til að gefa húsnæðiskaupendum valkost um hagstæð og örugg langtímalán sem byggja á föstum nafnvöxtum og fyrirsjáanleika inn í framtíðina í stað verðtryggðra lána.

Danska kerfið, sem hugmynd ASÍ byggir á, hefur þessi einkenni.

1.

Húsnæðisveðlánum er miðlað í gegnum sérhæfðar stofnanir (húsnæðisveðlánastofnanir) sem mega aðeins sýsla með húsnæðisveðlán og fjármögnun þeirra útlána með húsnæðisskuldabréfaútgáfu til sölu á skuldabréfamarkaði.

2.

Kerfið byggir á föstum nafnvöxtum til skemmri eða lengri tíma, hámarks lánshlutfalli m.v. markaðsvirði allt að 80% og lánstíma allt að 30 árum.

3.

Kerfið byggir á bókhaldslegu jafnvægi á milli eignahliðar (húsnæðisveðlánin) og skuldahliðar (skráðra húsnæðisskuldabréfa) - svokallaðri jafnvægisreglu. Afrakstri af hverju húsnæðisskuldabréfaútboði er miðlað beint til lántakenda og vaxtagreiðslur og afborganir af húsnæðisveðlánum er miðlað beint til þeirra fjárfesta sem eiga skráðu húsnæðisskuldabréfin.

Það er hægt að lesa meira um málið á vef ASÍ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×