Viðskipti innlent

Kynna hugmyndir að nýju húsnæðislánakerfi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ.
Alþýðusamband Íslands ætlar að kynna hugmyndir að nýju húsnæðislánakerfi á Íslandi á blaðamannafundi í dag. Kerfið byggir á danskri fyrirmynd. Í tilkynningu frá ASÍ segir að húsnæðislánakerfið þar í landi hafi verið sett á fót fyrir rúmum 200 árum og hefur á þeim tíma staðið óhaggað af sér kreppur, styrjaldir og önnur áföll. Það er Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem mun kynna hugmyndirnar en þær hafa verið í mótun í um það bil ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×