Átti aldrei að rata í fjölmiðla Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 15. janúar 2013 07:00 Róbert Gunnarsson fer yfir leikskipulagið á æfingu landsliðsins í Sevilla í gær. Mynd/Vilhelm Það var létt og góð stemning á síðustu æfingu íslenska landsliðsins í handknattleik fyrir átökin gegn Makedóníu á heimsmeistaramótinu í handknattleik á Spáni. Eftir góða upphitun fengu þeir eldri og þeir yngri að reyna með sér í fótbolta samkvæmt venju – og Róbert Gunnarsson dró þar upp heljarmikið skjal þar sem leikaðferðir eldra liðsins voru opinberaðar. Róbert vildi lítið tjá sig við Fréttablaðið um leikaðferðir eldra liðsins en hann lagði samt fram nokkur tromp sem það hefur á hendi. „Ég var að segja mínum hvernig við ættum að leggja leikinn upp og vinna þetta saman. Þar lagði ég áherslu á að Ásgeir Örn Hallgrímsson gerði sér grein fyrir hlutverki sínu í heildarmynd skipulagsins. Hann á oft erfitt með það í fótboltanum. Þetta plan átti aldrei að rata í fjölmiðla og ég mun gæta mín betur í framtíðinni," sagði Róbert, en hann lagði mikla áherslu á að vera jákvæður í allri sinni framkomu á hliðarlínunni á meðan þeir eldri tókust á við þá yngri í upphitunarfótboltanum. „Ég ákvað að vera með aðrar áherslur en forveri Arons Kristjánssonar í starfinu hvað þetta varðar. Það er um að gera að vera bara rólegur og yfirvegaður – og árangurinn lætur ekki á sér standa. Ég er Roy Keane á þessu sviði og er margfaldur heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari í upphitunarfótbolta," bætti Róbert við í léttum tón. Róbert meiddist í fyrsta leiknum gegn Rússum og óvíst er með framhaldið hjá honum. Róbert lenti illa á bakinu og fékk högg á spjaldbeinið og aftanvert læri hægra megin. Línumaðurinn sterki æfði eins og hann gat í gærkvöld og hann var nokkuð sáttur við framfarirnar. „Það hefur blætt inn á vöðva í aftanverðu læri, eða við getum bara kallað þetta rassvöðva. Bakið hefur aldrei verið betra en ég fann mikið til í bakinu þegar ég meiddist og það hefur blætt inn á vöðva. Ég þarf að bíða og sjá hvernig ég verð eftir æfinguna og meðferðina sem ég fæ á næstu klukkutímum. Það er mikill munur á svona æfingu og því sem gengur á í leikjum. En ég er bjartsýnni núna en ég var í gær en það kæmi ekkert á óvart að ég missti af leiknum gegn Makedóníu," sagði Róbert og lagði áherslu á að eldra liðið væri 2-0 yfir í upphitunarfótboltanum gegn því yngra. Eigum jafna möguleika Þórir Ólafsson, hægri hornamaður landsliðsins, telur að íslenska liðið eigi jafna möguleika gegn Makedóníu í leiknum í dag. Þórir lék ekkert með gegn Síle og fékk þar kærkomna hvíld – og hann fagnar þeirri samkeppni sem er til staðar. „Makedóníumenn eru með gott lið og verða erfiðir, það hefur gengið þokkalega nema í undankeppninni fyrir HM 2009. Það þarf að ganga vel út í skytturnar og lemja aðeins á þeim. Í sókninni getum við gert betur en við sýndum gegn Rússum og það er alltaf eitthvað sem við getum bætt. Ungu strákarnir í liðinu ganga núna um með brjóstið þanið og sjálfstraustið í botni eftir Síle-leikinn – og við þurfum að nýta þá góðu strauma til að koma þeim enn betur inn í leik liðsins gegn sterkum mótherjum sem við glímum við í næstu tveimur leikjum," sagði Þórir Ólafsson. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Það var létt og góð stemning á síðustu æfingu íslenska landsliðsins í handknattleik fyrir átökin gegn Makedóníu á heimsmeistaramótinu í handknattleik á Spáni. Eftir góða upphitun fengu þeir eldri og þeir yngri að reyna með sér í fótbolta samkvæmt venju – og Róbert Gunnarsson dró þar upp heljarmikið skjal þar sem leikaðferðir eldra liðsins voru opinberaðar. Róbert vildi lítið tjá sig við Fréttablaðið um leikaðferðir eldra liðsins en hann lagði samt fram nokkur tromp sem það hefur á hendi. „Ég var að segja mínum hvernig við ættum að leggja leikinn upp og vinna þetta saman. Þar lagði ég áherslu á að Ásgeir Örn Hallgrímsson gerði sér grein fyrir hlutverki sínu í heildarmynd skipulagsins. Hann á oft erfitt með það í fótboltanum. Þetta plan átti aldrei að rata í fjölmiðla og ég mun gæta mín betur í framtíðinni," sagði Róbert, en hann lagði mikla áherslu á að vera jákvæður í allri sinni framkomu á hliðarlínunni á meðan þeir eldri tókust á við þá yngri í upphitunarfótboltanum. „Ég ákvað að vera með aðrar áherslur en forveri Arons Kristjánssonar í starfinu hvað þetta varðar. Það er um að gera að vera bara rólegur og yfirvegaður – og árangurinn lætur ekki á sér standa. Ég er Roy Keane á þessu sviði og er margfaldur heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari í upphitunarfótbolta," bætti Róbert við í léttum tón. Róbert meiddist í fyrsta leiknum gegn Rússum og óvíst er með framhaldið hjá honum. Róbert lenti illa á bakinu og fékk högg á spjaldbeinið og aftanvert læri hægra megin. Línumaðurinn sterki æfði eins og hann gat í gærkvöld og hann var nokkuð sáttur við framfarirnar. „Það hefur blætt inn á vöðva í aftanverðu læri, eða við getum bara kallað þetta rassvöðva. Bakið hefur aldrei verið betra en ég fann mikið til í bakinu þegar ég meiddist og það hefur blætt inn á vöðva. Ég þarf að bíða og sjá hvernig ég verð eftir æfinguna og meðferðina sem ég fæ á næstu klukkutímum. Það er mikill munur á svona æfingu og því sem gengur á í leikjum. En ég er bjartsýnni núna en ég var í gær en það kæmi ekkert á óvart að ég missti af leiknum gegn Makedóníu," sagði Róbert og lagði áherslu á að eldra liðið væri 2-0 yfir í upphitunarfótboltanum gegn því yngra. Eigum jafna möguleika Þórir Ólafsson, hægri hornamaður landsliðsins, telur að íslenska liðið eigi jafna möguleika gegn Makedóníu í leiknum í dag. Þórir lék ekkert með gegn Síle og fékk þar kærkomna hvíld – og hann fagnar þeirri samkeppni sem er til staðar. „Makedóníumenn eru með gott lið og verða erfiðir, það hefur gengið þokkalega nema í undankeppninni fyrir HM 2009. Það þarf að ganga vel út í skytturnar og lemja aðeins á þeim. Í sókninni getum við gert betur en við sýndum gegn Rússum og það er alltaf eitthvað sem við getum bætt. Ungu strákarnir í liðinu ganga núna um með brjóstið þanið og sjálfstraustið í botni eftir Síle-leikinn – og við þurfum að nýta þá góðu strauma til að koma þeim enn betur inn í leik liðsins gegn sterkum mótherjum sem við glímum við í næstu tveimur leikjum," sagði Þórir Ólafsson.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira