Guðjón Valur: Makedóníumenn hafa verið smá basli í sínum leikjum Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar 15. janúar 2013 11:15 „Makedóníumenn hafa verið smá basli í sínum leikjum en maður veit ekki hvort þeir hafa ekki verið nógu einbeittir. Þetta er lið sem við þekkjum vel og höfum leikið oft gegn þeim síðustu ár," segir landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson en íslenska handboltalandsliðið mætir Makedóníu í þriðja leiknum í B-riðli heimsmeistaramótsins síðdegis í Sevilla á Spáni. Varnarleikur íslenska liðsins verður aðalvopnið gegn Makedóníu og leikmenn liðsins voru á löngum fundi í gær þar sem að farið yfir stöðuna. Guðjón telur það ekki líklegt til árangurs að taka einn besta handboltamann heims, Kiril Lazarov, úr umferð. „Við leggjum upp með þá vörn sem við erum vanir að nota. Það hefur kosti og galla ef við ætlum að taka Kiril Lazarov sérstaklega út úr þeirra sóknarleik. Þá bjóðum við upp á meira pláss fyrir góðan miðjumann sem er góður einn á móti einum, og þeir eru með hálfgerðan ísskáp á línunni. Við verðum að standa vörnina þétt og „djöflast" aðeins í Lazarov og gera hann þreyttann. Það er ekki auðvelt að bera uppi leik liðsins í 60 mínútur og hvað þá þegar komið er í þriðja leik. Við bregðum ekki útaf okkar leikskipulagi – við sjáum bara til hvernig þeim tekst að leysa okkar leik , áður en við förum í einhverjar kúnstir eða eitthvað sem við erum ekki vanir." Guðjón telur að Ísland eigi ágæta möguleika á að gera góða hluti á þessu heimsmeistaramóti. „Það var sárt að tapa á móti Rússum og komum sterkir til baka gegn Síle þótt við ætlum ekki að lesa of mikið í þann leik. Við erum í tiltölulega opnum riðli og með sigri gegn Makedóníu erum við í góðri stöðu. Við setjum því alla okkar krafta í að vinna Makedóníu og tökum síðan stöðuna eftir það." Guðjón Valur fékk óvenjulega mikla hvíld í leiknum gegn Síle þar sem að Stefán Rafn Sigurmannsson fékk að spreyta sig í vinstra horninu. Guðjón er ekki ósáttur við slíkar ákvarðanir hjá Aroni Kristjánssyni þjálfara liðsins. „Ég spila bara þegar mér er sagt að spila og sest þegar mér er sagt að sitja, og þigg þær mínútur sem ég fæ og gerir sem best úr þeim. Ég er vanur að spila mikið og hef gaman að því – en það þurfa menn að koma inn í og læra að taka ábyrgð og spila á stórmóti – það er svolítið annað en að spila æfingaleiki," sagði Guðjón Valur Sigurðsson. Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Sjá meira
„Makedóníumenn hafa verið smá basli í sínum leikjum en maður veit ekki hvort þeir hafa ekki verið nógu einbeittir. Þetta er lið sem við þekkjum vel og höfum leikið oft gegn þeim síðustu ár," segir landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson en íslenska handboltalandsliðið mætir Makedóníu í þriðja leiknum í B-riðli heimsmeistaramótsins síðdegis í Sevilla á Spáni. Varnarleikur íslenska liðsins verður aðalvopnið gegn Makedóníu og leikmenn liðsins voru á löngum fundi í gær þar sem að farið yfir stöðuna. Guðjón telur það ekki líklegt til árangurs að taka einn besta handboltamann heims, Kiril Lazarov, úr umferð. „Við leggjum upp með þá vörn sem við erum vanir að nota. Það hefur kosti og galla ef við ætlum að taka Kiril Lazarov sérstaklega út úr þeirra sóknarleik. Þá bjóðum við upp á meira pláss fyrir góðan miðjumann sem er góður einn á móti einum, og þeir eru með hálfgerðan ísskáp á línunni. Við verðum að standa vörnina þétt og „djöflast" aðeins í Lazarov og gera hann þreyttann. Það er ekki auðvelt að bera uppi leik liðsins í 60 mínútur og hvað þá þegar komið er í þriðja leik. Við bregðum ekki útaf okkar leikskipulagi – við sjáum bara til hvernig þeim tekst að leysa okkar leik , áður en við förum í einhverjar kúnstir eða eitthvað sem við erum ekki vanir." Guðjón telur að Ísland eigi ágæta möguleika á að gera góða hluti á þessu heimsmeistaramóti. „Það var sárt að tapa á móti Rússum og komum sterkir til baka gegn Síle þótt við ætlum ekki að lesa of mikið í þann leik. Við erum í tiltölulega opnum riðli og með sigri gegn Makedóníu erum við í góðri stöðu. Við setjum því alla okkar krafta í að vinna Makedóníu og tökum síðan stöðuna eftir það." Guðjón Valur fékk óvenjulega mikla hvíld í leiknum gegn Síle þar sem að Stefán Rafn Sigurmannsson fékk að spreyta sig í vinstra horninu. Guðjón er ekki ósáttur við slíkar ákvarðanir hjá Aroni Kristjánssyni þjálfara liðsins. „Ég spila bara þegar mér er sagt að spila og sest þegar mér er sagt að sitja, og þigg þær mínútur sem ég fæ og gerir sem best úr þeim. Ég er vanur að spila mikið og hef gaman að því – en það þurfa menn að koma inn í og læra að taka ábyrgð og spila á stórmóti – það er svolítið annað en að spila æfingaleiki," sagði Guðjón Valur Sigurðsson.
Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Sjá meira