Viðskipti innlent

Hefur ávaxtað spilapeningana um 172 prósent

Magnús Halldórsson skrifar
Sá sem er bestri ávöxtun hefur náð á eignasafn sitt í Ávöxtunarleiknum, sem hóf göngu sína 1. október í fyrra, er Stefán Jónsson, en hann hefur ávaxtað spilapeninga sína um 172 prósent frá upphafi leiksins.

Til mikils er að vinna í leiknum, þar sem sigurvegarinn fær ferð fyrir ferð til New York og 200 þúsund krónur að auki í sjóðum VÍB, eignastýringu Íslandsbanka. Keppnistímabili leiksins lýkur í vor.

Eins og greint hefur verið frá í fréttum, hafa nýskráningar á markaðnum einkennst af miklum hækkunum, og ekki er ólíklegt að þeir sem ávaxtað hafa spilapeninga sína vel hafi keypt í þeim félögum sem skráð voru nýlega á markað. Auk þess má gera ráð fyrir að kaup og sala innan sama dags, hafi ýtt undir góða ávöxtun.

Sjá má ítarlegar upplýsingar um gang mála á markaðnum hér.

Facebook síðan Ávöxtunarleiksins er hér, en þátttakendur í leiknum eru á sjöunda þúsund.

Keppt er í ávöxtun spilapeninga í leiknum, en hann er samstarfsverkefni Keldunnar, sem á og rekur leikinn, Vísis.is, VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, Nasdaq OMX kauphallar Íslands, og Libra.

Meginmarkmið leiksins er að stuðla að auknu fjármálalæsi og skilningi á ávöxtunarmöguleikum fyrir fjármagn á markaði.

Skrá má sig til leiks hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×