Nú getur þú leitað á Facebook - Sigur Rós hljómar undir kynningarmyndbandinu 15. janúar 2013 20:25 Samskiptamiðillinn Facebook kynnti í dag leitarvél á síðunni sem verður tekin í notkun á næstunni. Hingað til hefur ekki verið mögulegt að leita í efni síðunnar. Í leitarvélinni geta notendur leitað á Facebook, til dæmis einhverju efni sem vinir hafa líkað við eða deilt. Leitarvélin ber yfirskriftina "Graph Search" og var það sjálfur Mark Zuckerberg, stofnandi samskiptarisans, sem kynnti leitarvélina í dag. Hann sagði að tilgangur leitarvélarinnar væri sá að auðvelda notendum að finna upplýsingar á samskiptamiðlinum - sem koma ekki upp í leitarvélum á borð við Google og Yahoo. Í kynningarmyndbandi sem birt var síðdegis í dag er farið yfir eiginleikana og er það að sjálfsögðu lag með íslensku hljómsveitinni Sigur Rós sem hljómar undir. Íslendingar virðast vera vinsælir hjá stóru tæknirisunum úti, því lag með íslensku hljómsveitinni Of Monsters and Men hljómaði undir þegar Apple kynnti iPhone 5 símann í haust.Hægt er að kynna sér leitarvélina nánar hér. Í myndbandinu hér fyrir neðan útskýra síðan Mark Zuckerberg og félagar hans virkni leitarvélarinnar og þær áskoranir sem felast í því að útbúa slíka vél fyrir gríðarstóra gagnagrunna Facebook. Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Samskiptamiðillinn Facebook kynnti í dag leitarvél á síðunni sem verður tekin í notkun á næstunni. Hingað til hefur ekki verið mögulegt að leita í efni síðunnar. Í leitarvélinni geta notendur leitað á Facebook, til dæmis einhverju efni sem vinir hafa líkað við eða deilt. Leitarvélin ber yfirskriftina "Graph Search" og var það sjálfur Mark Zuckerberg, stofnandi samskiptarisans, sem kynnti leitarvélina í dag. Hann sagði að tilgangur leitarvélarinnar væri sá að auðvelda notendum að finna upplýsingar á samskiptamiðlinum - sem koma ekki upp í leitarvélum á borð við Google og Yahoo. Í kynningarmyndbandi sem birt var síðdegis í dag er farið yfir eiginleikana og er það að sjálfsögðu lag með íslensku hljómsveitinni Sigur Rós sem hljómar undir. Íslendingar virðast vera vinsælir hjá stóru tæknirisunum úti, því lag með íslensku hljómsveitinni Of Monsters and Men hljómaði undir þegar Apple kynnti iPhone 5 símann í haust.Hægt er að kynna sér leitarvélina nánar hér. Í myndbandinu hér fyrir neðan útskýra síðan Mark Zuckerberg og félagar hans virkni leitarvélarinnar og þær áskoranir sem felast í því að útbúa slíka vél fyrir gríðarstóra gagnagrunna Facebook.
Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent