Viðskipti innlent

Samið við óstofnað félag

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Samkomulag við óstofnað félag kröfuhafa Norðurturnsins er háð fyrirvara um fjármögnun byggingar turnsins.
Samkomulag við óstofnað félag kröfuhafa Norðurturnsins er háð fyrirvara um fjármögnun byggingar turnsins. Fréttablaðið/Vilhelm
Skrifað hefur verið undir samkomulag við óstofnað félag kröfuhafa þrotabús Norðurturnsins ehf. um heildsöluleigu á tveimur hæðum Norðurturnsins.

Leigutakinn er Reginn A1, dótturfélag Regins hf. Fram kemur í tilkynningu til kauphallar að Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. sé líka aðili að samkomulaginu. Félagið óstofnaða verður eigandi turnsins.

„Um er að ræða leigu á 1. og 2. hæð Norðurturnsins sem tengist Smáralind á báðum hæðum,“ segir í tilkynningunni. Samkomulagið er sagt háð fyrirvörum, þar á meðal um fjármögnun á byggingu turnsins.

„Reginn A1 mun í framhaldi framleigja allt rýmið til þriðja aðila, nú þegar hefur verið undirritað samkomulag við Baðhúsið ehf. um gerð leigusamnings á 2. hæð Norðurturnsins með tengingu og aðkomu inn í Smáralind á 2. hæð,“ segir í Kauphallartilkynningu Regins.

„Að mati Regins þá hefur ofangreint samkomulag og samningar ekki teljandi bein áhrif á afkomu félagsins, sem og er fjárhagsleg áhætta Regins lítil. Það er hinsvegar mat Regins að útleiga turnsins að hluta eða öllu leyti muni hafa mjög jákvæð áhrif á rekstur og starfsemi þeirra félaga sem starfandi eru í Smáralind.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×