Leggjum ekki árar í bát Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2013 06:00 Ágúst Þór ræðir við leikmenn sína í fyrri leiknum gegn Tékkum í undankeppni HM. fréttablaðið/vilhelm Handbolti Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu missa af sínu fyrsta stórmóti í fjögur ár þegar HM fer fram í Serbíu í lok ársins. Stelpurnar höfðu komist inn á þrjú mót í röð en máttu sætta sig við stórt tap gegn Tékkum í undankeppni HM. Fyrir fram voru Tékkar taldir viðráðanlegur andstæðingur fyrir íslenska liðið og skásti kosturinn af þeim þjóðum sem voru í efri styrkleikaflokknum í undankeppninni. Ísland var í þeim neðri. En annað kom á daginn. Tékkar voru einfaldlega mun betri og gengu frá einvíginu í fyrri leiknum í Vodafone-höllinni þar sem liðið vann tólf marka sigur. „Það segir sig sjálft að þetta einvígi fór í þeim leik,“ sagði Ágúst í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýkominn aftur til landsins frá Tékklandi, þar sem síðari leikurinn fór fram um helgina. „Við áttum ekki von á svona stóru tapi á heimavelli. Við hefðum þurft sigur í þeim leik því það er í raun ekkert hræðilegt að tapa með fimm mörkum á útivelli eins og við gerðum um helgina,“ segir Ágúst sem segir leikmenn sína ávallt hafa haft trú á verkefninu, jafnvel eftir tólf marka tap á heimavelli. „Við ætluðum að koma þeim á óvart í byrjun og byggja á því. En það gekk ekki. Baráttan var í góðu lagi og allir voru að leggja sig fram. En eftir að við lentum undir var þetta orðið erfitt,“ segir Ágúst og bætir við: „Við töpuðum fyrir betra liði. Tékkar voru betri en við áttum von á. Ég hef trú á því að þeir eigi eftir að gera góða hluti í Serbíu.“Basl í sóknarleiknum Stelpurnar lentu í basli með sóknarleikinn í einvíginu, enda skoraði liðið aðeins 38 mörk samtals í leikjunum tveimur. „Það er alveg ljóst að það hefur verið á brattann að sækja í uppstilltum sóknum. En við gerðum okkur enn erfiðara fyrir með því að fá lítið úr hraðaupphlaupunum. Ég tek sem dæmi að við fengum ekkert mark úr hraðaupphlaupi í fyrri leiknum. Við erum samt með mjög góða hraðaupphlaupsmenn í liðinu,“ segir Ágúst. Það var einnig áberandi í úrslitakeppni N1-deildar kvenna hversu illa sóknarleikurinn virtist ganga. Varnarleikur og markvarsla var þar í aðalhlutverki. „Liðin sem náðu bestum árangri í deildinni spiluðu frábæra vörn. Stjarnan kom mjög á óvart og byggði sinn leik á mjög sterkri 6-0 vörn. Fram og Valur eru líka með mjög sterk varnarlið,“ segir Ágúst. „Þetta hefur líka verið okkar aðalsmerki í landsliðinu undanfarin ár. Við höfum sýnt miklar framfarir á skömmum tíma en nú kom skref til baka. En við leggjum þar með ekki árar í bát heldur höldum við ótrauð áfram. Við erum með góða leikmenn, þar af marga í atvinnumennsku. Auðvitað er ég hundfúll en ég tek það ekki af stelpunum að þær lögðu sig allar fram í verkefnið.“Jákvætt starf í gangi Ágúst kvíðir ekki framtíðinni en hann er strax byrjaður að hugsa um næstu leiki sem verða gegn Noregi síðar í mánuðinum. „Þar verður ekki aðalatriðið hvort við vinnum eða töpum – heldur að njóta þess að spila gegn besta landsliði heims. Við erum líka að vinna að verkefnum með U-25 ára liðið okkar og þá mun U-19 ára liðið einnig spila æfingaleiki gegn jafnöldrum sínum frá Noregi á næstunni. Það er margt gott í gangi og við höldum áfram að sinna því starfi, þó svo að okkur hafi mistekist nú,“ segir Ágúst. Íslenski handboltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Sjá meira
Handbolti Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu missa af sínu fyrsta stórmóti í fjögur ár þegar HM fer fram í Serbíu í lok ársins. Stelpurnar höfðu komist inn á þrjú mót í röð en máttu sætta sig við stórt tap gegn Tékkum í undankeppni HM. Fyrir fram voru Tékkar taldir viðráðanlegur andstæðingur fyrir íslenska liðið og skásti kosturinn af þeim þjóðum sem voru í efri styrkleikaflokknum í undankeppninni. Ísland var í þeim neðri. En annað kom á daginn. Tékkar voru einfaldlega mun betri og gengu frá einvíginu í fyrri leiknum í Vodafone-höllinni þar sem liðið vann tólf marka sigur. „Það segir sig sjálft að þetta einvígi fór í þeim leik,“ sagði Ágúst í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýkominn aftur til landsins frá Tékklandi, þar sem síðari leikurinn fór fram um helgina. „Við áttum ekki von á svona stóru tapi á heimavelli. Við hefðum þurft sigur í þeim leik því það er í raun ekkert hræðilegt að tapa með fimm mörkum á útivelli eins og við gerðum um helgina,“ segir Ágúst sem segir leikmenn sína ávallt hafa haft trú á verkefninu, jafnvel eftir tólf marka tap á heimavelli. „Við ætluðum að koma þeim á óvart í byrjun og byggja á því. En það gekk ekki. Baráttan var í góðu lagi og allir voru að leggja sig fram. En eftir að við lentum undir var þetta orðið erfitt,“ segir Ágúst og bætir við: „Við töpuðum fyrir betra liði. Tékkar voru betri en við áttum von á. Ég hef trú á því að þeir eigi eftir að gera góða hluti í Serbíu.“Basl í sóknarleiknum Stelpurnar lentu í basli með sóknarleikinn í einvíginu, enda skoraði liðið aðeins 38 mörk samtals í leikjunum tveimur. „Það er alveg ljóst að það hefur verið á brattann að sækja í uppstilltum sóknum. En við gerðum okkur enn erfiðara fyrir með því að fá lítið úr hraðaupphlaupunum. Ég tek sem dæmi að við fengum ekkert mark úr hraðaupphlaupi í fyrri leiknum. Við erum samt með mjög góða hraðaupphlaupsmenn í liðinu,“ segir Ágúst. Það var einnig áberandi í úrslitakeppni N1-deildar kvenna hversu illa sóknarleikurinn virtist ganga. Varnarleikur og markvarsla var þar í aðalhlutverki. „Liðin sem náðu bestum árangri í deildinni spiluðu frábæra vörn. Stjarnan kom mjög á óvart og byggði sinn leik á mjög sterkri 6-0 vörn. Fram og Valur eru líka með mjög sterk varnarlið,“ segir Ágúst. „Þetta hefur líka verið okkar aðalsmerki í landsliðinu undanfarin ár. Við höfum sýnt miklar framfarir á skömmum tíma en nú kom skref til baka. En við leggjum þar með ekki árar í bát heldur höldum við ótrauð áfram. Við erum með góða leikmenn, þar af marga í atvinnumennsku. Auðvitað er ég hundfúll en ég tek það ekki af stelpunum að þær lögðu sig allar fram í verkefnið.“Jákvætt starf í gangi Ágúst kvíðir ekki framtíðinni en hann er strax byrjaður að hugsa um næstu leiki sem verða gegn Noregi síðar í mánuðinum. „Þar verður ekki aðalatriðið hvort við vinnum eða töpum – heldur að njóta þess að spila gegn besta landsliði heims. Við erum líka að vinna að verkefnum með U-25 ára liðið okkar og þá mun U-19 ára liðið einnig spila æfingaleiki gegn jafnöldrum sínum frá Noregi á næstunni. Það er margt gott í gangi og við höldum áfram að sinna því starfi, þó svo að okkur hafi mistekist nú,“ segir Ágúst.
Íslenski handboltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Sjá meira