Viðskipti innlent

Velta í dagvöruverslun að aukast

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Verslun er að færast í aukana á nýjan leik.
Verslun er að færast í aukana á nýjan leik. Mynd/Vilhelm
Velta í dagvöruverslunum hefur aukist um  5,1% milli ágústmánaðar nú og á síðasta ári ef litið er til árstíðarleiðréttra talna á föstu verðlagi. 12 mánaða taktur vísitölunnar á þennan mælikvarða hefur ekki verið hærri síðan í mars 2011. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka í dag.

Vísitalan lækkaði skarpt í kjölfar hruns í takt við þá þróun sem varð á kauphegðun og mannfjölda. Neytendur sóttu þá í auknum mæli í lágvöruverðsverslanir en að auki gætti samdráttar í mannfjölda á árinu 2009. Frá byrjun árs 2011 hefur 12 mánaða þróun árstíðarleiðréttrar vísitölu á föstu verðlagi hins vegar að mestu verið jákvæð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×