Höfum við rétt á að eldast Charlotte Böving skrifar 8. apríl 2013 09:00 Vááá segjum við við konur – þú lítur út fyrir að vera tíu árum yngri en þú ert. Við viðurkennum, dáumst að og öfundum konur sem líta út fyrir að vera yngri en þær eru. Ég heyri þetta aldrei sagt við karlmenn eða konur undir 35 ára. Það er stöðugt verið að kynna fyrir mér hinar og þessar töfralausnirnar sem eiga að fela aldur minn. Ég get valið milli krema, brokkolís og bótox, andlitslyftinga, brjóstalyftinga, fitusogs – gráu hárunum fjölgar við það eitt að hugsa um þetta allt saman – en þau get ég jú litað. Hvaða aðferð á ég að velja til að fela aldur minn? Á hverju hef ég efni? Hvað virkar, hve lengi virkar það og eru einhverjar aukaverkanir? Og hvers vegna þarf ég eiginlega að líta út fyrir að vera yngri en ég er? Síðasta spurningin er athyglisverð. Hvers vegna má ég ekki verða gömul og hrukkótt? Er það fyrir sjálfa mig eða aðra? Orðin gömul langar mig áfram að vera opin og forvitin manneskja sem þorir að taka áhættur. Mig langar enn að taka virkan þátt í samfélaginu og vera í góðu andlegu og líkamlegu formi. Ég á ekki von á því að breyta þessum hlutum bara af því að ég eldist. En hvers vegna má ég ekki líta út fyrir að vera gömul? Við hvað erum við svona hræddar? Í ellinni missum við þann kynþokka sem felst í því að vera frjó kona. Á einhverju frumstæðu plani verðum við óáhugaverðar í augum samfélagsins (og karlanna?) þegar við getum ekki lengur eignast börn. Og kannski eigum við erfiðara með að tileinka okkur nýja þekkingu og hæfni – sem er oft nauðsynlegt í hátæknisamfélagi. En það hlýtur að vera fleira í lífinu sem gefur gildi en kynþokki og þekking? Þegar við eldumst verðum við að einbeita okkur að öðrum gildum en ytra útliti. Þetta hljómar margþvælt, en ætli við verðum ekki óhjákvæmilega að huga að innri þáttum þegar við töpum hinni ytri fegurð. Það getur reynst sársaukafullt ef innra lífið þarfnast rækilegrar tiltektar eða breytinga. En í baráttunni fyrir eilífri æsku sitjum við fastar við að einblína á ytri gildi – sem einfaldlega er fyrirfram töpuð barátta. Öll þessi sófaheimspeki vekur hjá mér löngun í rauðvínsglas af góðum árgangi og nýbakað brauð með Gamla Óla-osti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Vááá segjum við við konur – þú lítur út fyrir að vera tíu árum yngri en þú ert. Við viðurkennum, dáumst að og öfundum konur sem líta út fyrir að vera yngri en þær eru. Ég heyri þetta aldrei sagt við karlmenn eða konur undir 35 ára. Það er stöðugt verið að kynna fyrir mér hinar og þessar töfralausnirnar sem eiga að fela aldur minn. Ég get valið milli krema, brokkolís og bótox, andlitslyftinga, brjóstalyftinga, fitusogs – gráu hárunum fjölgar við það eitt að hugsa um þetta allt saman – en þau get ég jú litað. Hvaða aðferð á ég að velja til að fela aldur minn? Á hverju hef ég efni? Hvað virkar, hve lengi virkar það og eru einhverjar aukaverkanir? Og hvers vegna þarf ég eiginlega að líta út fyrir að vera yngri en ég er? Síðasta spurningin er athyglisverð. Hvers vegna má ég ekki verða gömul og hrukkótt? Er það fyrir sjálfa mig eða aðra? Orðin gömul langar mig áfram að vera opin og forvitin manneskja sem þorir að taka áhættur. Mig langar enn að taka virkan þátt í samfélaginu og vera í góðu andlegu og líkamlegu formi. Ég á ekki von á því að breyta þessum hlutum bara af því að ég eldist. En hvers vegna má ég ekki líta út fyrir að vera gömul? Við hvað erum við svona hræddar? Í ellinni missum við þann kynþokka sem felst í því að vera frjó kona. Á einhverju frumstæðu plani verðum við óáhugaverðar í augum samfélagsins (og karlanna?) þegar við getum ekki lengur eignast börn. Og kannski eigum við erfiðara með að tileinka okkur nýja þekkingu og hæfni – sem er oft nauðsynlegt í hátæknisamfélagi. En það hlýtur að vera fleira í lífinu sem gefur gildi en kynþokki og þekking? Þegar við eldumst verðum við að einbeita okkur að öðrum gildum en ytra útliti. Þetta hljómar margþvælt, en ætli við verðum ekki óhjákvæmilega að huga að innri þáttum þegar við töpum hinni ytri fegurð. Það getur reynst sársaukafullt ef innra lífið þarfnast rækilegrar tiltektar eða breytinga. En í baráttunni fyrir eilífri æsku sitjum við fastar við að einblína á ytri gildi – sem einfaldlega er fyrirfram töpuð barátta. Öll þessi sófaheimspeki vekur hjá mér löngun í rauðvínsglas af góðum árgangi og nýbakað brauð með Gamla Óla-osti.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun