Viðskipti innlent

Tjáir sig ekki um framtíð Íbúðalánasjóðs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðbjartur Hannesson ætlar ekki að tjá sig um stöðu Íbúðalánasjóðs að svo komnu máli.
Guðbjartur Hannesson ætlar ekki að tjá sig um stöðu Íbúðalánasjóðs að svo komnu máli. Mynd/ Stefán.
„Ég svara þessu ekki," segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra aðspurður um það hvort honum finnist koma til greina að leggja niður Íbúðalánasjóð í núverandi mynd.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í gær, á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, að viðskiptalíkan íbúðalánasjóðs gengi ekki upp. Það væri opin spurning hvort það ætti að halda starfsemi sjóðsins áfram.

Guðbjartur vill ekkert segja um orð seðlabankastjóra. Kannski ekki að furða því mörkuðum með skuldabréf Íbúðalánasjóðs var lokað á dögunum eftir að formaður velferðarnefndar Alþingis, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, tjáði sig um sjóðinn.

„Ég er innherji í Íbúðalánasjóði og hef ekki leyfi til að tjá mig neitt um neitt sem ekki er búið að segja annarsstaðar," segir Guðbjartur. Hann bendir á að Íbúðalánasjóður sé búinn að tjá sig og það verði látið duga. „Menn vita að það er verið að fara yfir stöðu sjóðsins og koma honum fyrir til framtíðar," segir Guðbjartur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×