Viðskipti innlent

Skiluðu 11 milljón króna hagnaði

Sparisjóður Svarfdæla.
Sparisjóður Svarfdæla.
Hagnaður af rekstri Sparisjóðs Svarfdæla á árinu 2012 nam 11 milljónum króna eftir skatta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Um er að ræða viðsnúning frá árinu 2011 þegar tap af rekstri sjóðsins nam 48 milljónum. Hreinar rekstrartekjur ársins námu 197 milljónum samanborið við 137 milljónir árið áður.

Eigið fé sjóðsins nam 252 milljónum í árslok. Á árinu var stofnfé sjóðsins lækkað um 192 milljónir til að jafna neikvæðan varasjóð og jafnframt var stofnfé aukið um 10 milljónir með aðkomu Tryggingarsjóðs sparisjóða.

Eiginfjárhlutfall sparisjóðsins er 16,9% í árslok 2012 en lögbundið lágmark er 8,0%. Í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu sjóðsins gerði Fjármálaeftirlitið þá kröfu að eiginfjárhlutfall sjóðsins væri ekki lægra en 16%.

Bankanum tókst einnig að mæta kröfu Fjármálaeftirlitsins um 16% eiginfjárhlutfall að því er fram kemur í tilkynningu.

Heildareignir sparisjóðsins námu 3.433 milljónum í árslok 2012 og jukust um 1,6% á milli ára. Útlán sjóðsins námu 2.301 milljón í árslok samanborið við 2.352 milljónir í lok árs 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×