Viðskipti innlent

Björgvin Jón eignast svínabúið að Hýrumel

Björgvin Bjarnason hefur keypt bústofnin.
Björgvin Bjarnason hefur keypt bústofnin.
Höndlun ehf., félag í eigu Björgvins Jóns Bjarnasonar, hefur keypt bústofn og fasteignir svínabúsins að Hýrumel í Borgarfirði. Höndlun leigir einnig aðstöðu til svínaræktar í Brautarholti. Seljandi er Rekstrarfélagið Braut ehf., dótturfélag Arion banka.

Arion banki leysti til sín rekstur svínabúanna að Hýrumel og Brautarholti á árinu 2010. Arion banki seldi svo bústofn og fasteignir að Hýrumel til Stjörnugríss í júlí árið 2010. Ennfremur fékk Stjörnugrís leigða fasteign í Brautarholti undir eldi svína. Samkeppniseftirlitið samþykkti þau kaup en síðar hafnaði áfrýjunarnefnd samkeppnismála kaupunum sem þá gengu til baka.

Þann 3. ágúst 2012 gerði Arion banki verktakasamning við Björgvin Jón, um rekstur svínabúsins á meðan það væri í eigu bankans. Þegar það var endanlega ljóst, í kjölfar dóms Hæstaréttar, að sala á rekstrinum til Stjörnugríss myndi ganga til baka gerði Höndlun ehf. tilboð um kaup á bústofni og fasteignum að Hýrumel sem gengið hefur verið að.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×