Viðskipti innlent

Boða raunverulega samkeppni

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Alterna býður farsímanotendum ótakmarkaða notkun þegar kemur að tali og SMS sendingum fyrir fast mánaðargjald.
Alterna býður farsímanotendum ótakmarkaða notkun þegar kemur að tali og SMS sendingum fyrir fast mánaðargjald.
Farsímafyrirtækið Alterna býður nú, fyrst allra íslenskra farsímafélaga, upp á ótakmarkaðar mínútur og SMS óháð kerfi.

„Þetta þýðir að fólk getur hringt án þess að hafa áhyggjur af inneign eða kostnaði á hverja mínútu í öll símkerfi á landinu,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins. Nýjungin er sögð brjóta upp „mjög einsleitt vöruframboð“ fyrirtækjanna sem eru á markaði í dag.

„Við mætum full tilhlökkunar til leiks,“ er haft eftir Magnúsi Árni Gunnarssyni, markaðsstjóri Alterna, sem boðar „raunverulega“ samkeppni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×