Umfangsmikil rannsókn sýnir að skordýraeitur er í 90 prósentum af frönskum rauðvínum frá héruðunum Bordeaux, Rhone og Alsace.
Í sumum tilvikum fundust allt að 9 ólík skordýraeitur í nokkrum tegundum. Í öllum tilvikum voru þau þó undir leyfilegum mörkum.
Það var rannsóknarstofa í Bordeaux sem stóð að rannsókninni sem náði til 300 vína af árgöngunum 2009 og 2010.
Frönsk stjórnvöld ákváðu árið 2008 að draga úr notkun skordýraeiturs um helming fram til ársins 2018. Þrátt fyrir það hefur notkunin aukist um tæp 3 prósent á síðustu fimm árum.
Skordýraeitur í 90% af frönskum rauðvínum

Mest lesið

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent

Vaxtalækkunarferlið heldur áfram
Viðskipti innlent

„Sporttöppum“ aftur komið fyrir
Neytendur

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent

Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag
Viðskipti innlent

Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent
