Viðskipti innlent

Kauptilboðið undirritað 25. janúar

Bæjarstjórn Akraness mun fjalla um söluna á Orkuveituhúsinu í lok mánaðarins. Byggðaráð Borgarbyggðar staðfesti ákvörðun stjórnar, um kauptilboð í húsið, fyrir sitt leyti 7. febrúar síðastliðinn og borgarstjórn Reykjavíkur þann 12. febrúar.

Í tilefni opinberrar umræðu um fyrirhugaða sölu höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur sendi fyrirtækið tilkynningu til Kauphallarinnar í gær til að upplýsa markaðsaðila hver staða málsins er og áformuð framvinda.

Í tilkynningunni kemur fram að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti 25. janúar síðastliðinn kauptilboð í eignina. Tilboðsfjárhæðin er 5,1 milljarðar króna og í tilboðinu felst að Orkuveitan leigi húseignirnar til 20 ára og hafi rétt til að kaupa þær aftur eftir 10 ár sem og við lok leigutímans. Leiguverðið í tilboðinu nemur 224 milljörðum króna. á ári fyrri 10 árin og 290 milljónir króna á ári síðari 10 árin. Tilboðið var lagt fram af Straumi fjárfestingabanka, f.h. óstofnaðs félags, sem upplýst er að lífeyris- og verðbréfasjóðir hyggist standa að.

Samþykkt stjórnar Orkuveitunnar um kauptilboðið var gerð með fyrirvara um staðfestingu eigenda. Ólíkt því sem lesa mátti lesa út úr frétt Vísis um málið í morgun hefur kaupsamningur ekki verið undirritaður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×