Viðskipti innlent

Akranes fjallar um söluna á Orkuveituhúsinu í þar næstu viku

Regína Ástvaldsdóttir bæjarstjóri Akraneskaupstaðar segir að salan á Orkuveituhúsinu verði ekki tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar fyrr en undir mánaðarmótin.

Í frétt á vísir.is kemur fram að í tilkynningu Orkuveitunnar til Kauphallarinnar í gærdag segir að málið sé á dagskrá bæjarstjórar Akraness þann 19. febrúar. Þetta segir Regína að sé ekki rétt.

„Hið rétta er að stjórnendur Orkuveitunnar munu koma hingað þann dag og halda fund með öllum bæjarfulltrúum til að kynna þeim söluna á Orkuveituhúsinu," segir Regína. „Síðan verður málið tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi í vikunni þar á eftir."

Fram kemur í máli Regínu að bæjarfulltrúar Akraness vilji fá allar upplýsingar um þessa sölu upp á borðið áður en þeir taki ákvörðun um söluna. Erindi um söluna hafi fyrst komið formlega inn á borð bæjarráðs í gærdag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×