Viðskipti innlent

Icelandair vill 16 þúsund fermetra svæði

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ef allt gengur að óskum mun Icelandair færa út kvíarnar og hefja starfsemi í Hafnarfirði.
Ef allt gengur að óskum mun Icelandair færa út kvíarnar og hefja starfsemi í Hafnarfirði. Mynd/Heiða
Fyrirtækið Icelandair hefur sótt um 16.000 fermetra lóð í sveitarfélagi Hafnarfjarðar. Hefur bæjarráð beint því til bæjarstjórnar sveitarfélagsins að samþykkja það að veita skuli vilyrði fyrir lóðinni. Þetta kemur fram á vefsíðu Morgunblaðsins.

Lóðin á að vera undir byggingu þar sem starfsemi tengd félaginu fer fram. Með tengdri starfsemi er átt við skrifstofur, flugherma, kennslusetur og þess háttar en ekki stendur til að flytja núverandi höfuðstöðvar fyrirtækisins. Svæðið sem um ræðir er á milli Selhellu 1 og Tjarnarvalla 15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×