Sjálfstraustið á að vera í lagi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. maí 2013 00:01 Rakel Dögg er búin að vera lengi í landsliðinu og það mun mæða mikið á henni í leikjunum gegn Tékkum. fréttablaðið/stefán Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik spilar á sunnudag gríðarlega mikilvægan leik gegn Tékkum í umspili um laust sæti á HM. Allt þarf að ganga upp hjá stelpunum svo HM-draumurinn haldi lífi. Rakel Dögg Bragadóttir segir að liðið sé búið að vinna mikið í andlega þættinum og að sjálfstraustið sé í góðu lagi. Íslenska liðið undirbjó sig fyrir umspilsleikina gegn Tékkum með því að spila á sterku æfingamóti í Svíþjóð. Þar tapaði liðið öllum þremur leikjum sínum gegn Svíþjóð, Noregi og Serbíu en þetta eru allt gríðarlega öflug lið. Spilamennska íslenska liðsins var upp og ofan á mótinu. Íslensku stelpurnar þekkja ágætlega til tékkneska liðsins og spiluðu í tvígang gegn þeim í undirbúningi fyrir EM. Þá vann Ísland einn leik og Tékkland einn. „Ég held að við eigum helmingslíkur í þessu einvígi. Það er engin klisja heldur staðreynd. Þetta eru jöfn lið þó svo að Tékkar eigi að vera með sterkara lið en við,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir en hún verður að sjálfsögðu í eldlínunni með landsliðinu í Vodafone-höllinni.Erum með sterkt liðÞórey Rósa Stefánsdóttir verður einnig í eldlínunni með landsliðinu um helgina.Fréttablaðið/Stefán„Ég veit alveg hvað býr í okkar liði. Við erum með gríðarlega sterkt lið og þegar við spilum okkar besta leik þá getum við lagt margar af stærstu þjóðum heims og það höfum við gert á síðustu árum.“ Íslenska liðinu gekk illa á síðasta Evrópumeistaramóti og var það smá áfall eftir gott gengi í talsvert langan tíma. Hafði sú frammistaða mikil áhrif á sjálfstraust liðsins? „Mér fannst það já. Síðan í desember höfum við verið að vinna í þessum málum. Við höfum fundað saman og Viðar Halldórsson hefur fundað með okkur en hann er alvanur því að vinna með íþróttafólki í andlegu málunum. Hann er kominn inn í teymið sem er alveg nýtt. Hans innkoma hefur haft góð áhrif og í dag höfum við enga ástæðu til þess að vera með lítið sjálfstraust. Mér líður sjálfri vel og ég held að slíkt hið sama eigi við hinar stelpurnar.“ Það er oft sagt að það sé betra að eiga heimaleikinn inni í svona umspili en íslenska liðið þarf að glíma núna við það að spila fyrst heima. „Það er alveg ljóst að við verðum að vinna þennan leik. Það er erfitt að segja til um hversu stórt við þurfum að vinna. Ég yrði himinlifandi með fjögur plús mörk en það er samt ekki trygging fyrir neinu,“ sagði Rakel. En hvað þarf að laga frá æfingamótinu fyrir þessa leiki? „Það voru alltof miklar sveiflur í okkar leik í Svíþjóð. Við verðum að ná meiri stöðugleika. Spila sterka vörn, fækka teiknifeilum og vera agaðri í okkar leik. Þetta eru alltaf sömu hlutirnir. Ef við náum að gera það þá vinnum við Tékkana.“ Handbolti Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik spilar á sunnudag gríðarlega mikilvægan leik gegn Tékkum í umspili um laust sæti á HM. Allt þarf að ganga upp hjá stelpunum svo HM-draumurinn haldi lífi. Rakel Dögg Bragadóttir segir að liðið sé búið að vinna mikið í andlega þættinum og að sjálfstraustið sé í góðu lagi. Íslenska liðið undirbjó sig fyrir umspilsleikina gegn Tékkum með því að spila á sterku æfingamóti í Svíþjóð. Þar tapaði liðið öllum þremur leikjum sínum gegn Svíþjóð, Noregi og Serbíu en þetta eru allt gríðarlega öflug lið. Spilamennska íslenska liðsins var upp og ofan á mótinu. Íslensku stelpurnar þekkja ágætlega til tékkneska liðsins og spiluðu í tvígang gegn þeim í undirbúningi fyrir EM. Þá vann Ísland einn leik og Tékkland einn. „Ég held að við eigum helmingslíkur í þessu einvígi. Það er engin klisja heldur staðreynd. Þetta eru jöfn lið þó svo að Tékkar eigi að vera með sterkara lið en við,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir en hún verður að sjálfsögðu í eldlínunni með landsliðinu í Vodafone-höllinni.Erum með sterkt liðÞórey Rósa Stefánsdóttir verður einnig í eldlínunni með landsliðinu um helgina.Fréttablaðið/Stefán„Ég veit alveg hvað býr í okkar liði. Við erum með gríðarlega sterkt lið og þegar við spilum okkar besta leik þá getum við lagt margar af stærstu þjóðum heims og það höfum við gert á síðustu árum.“ Íslenska liðinu gekk illa á síðasta Evrópumeistaramóti og var það smá áfall eftir gott gengi í talsvert langan tíma. Hafði sú frammistaða mikil áhrif á sjálfstraust liðsins? „Mér fannst það já. Síðan í desember höfum við verið að vinna í þessum málum. Við höfum fundað saman og Viðar Halldórsson hefur fundað með okkur en hann er alvanur því að vinna með íþróttafólki í andlegu málunum. Hann er kominn inn í teymið sem er alveg nýtt. Hans innkoma hefur haft góð áhrif og í dag höfum við enga ástæðu til þess að vera með lítið sjálfstraust. Mér líður sjálfri vel og ég held að slíkt hið sama eigi við hinar stelpurnar.“ Það er oft sagt að það sé betra að eiga heimaleikinn inni í svona umspili en íslenska liðið þarf að glíma núna við það að spila fyrst heima. „Það er alveg ljóst að við verðum að vinna þennan leik. Það er erfitt að segja til um hversu stórt við þurfum að vinna. Ég yrði himinlifandi með fjögur plús mörk en það er samt ekki trygging fyrir neinu,“ sagði Rakel. En hvað þarf að laga frá æfingamótinu fyrir þessa leiki? „Það voru alltof miklar sveiflur í okkar leik í Svíþjóð. Við verðum að ná meiri stöðugleika. Spila sterka vörn, fækka teiknifeilum og vera agaðri í okkar leik. Þetta eru alltaf sömu hlutirnir. Ef við náum að gera það þá vinnum við Tékkana.“
Handbolti Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Sjá meira